fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Milljarðamæringurinn skrifaði ekki erfðaskrá – Nú er slegist um auðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lést hinn 98 ára suður-kóreski milljarðamæringur Sin Kyuk-ho. Hann var maðurinn á bak við milljarðafyrirtækjasamsteypuna Lotte Group. Hann skildi ekki eftir sig erfðaskrá og því er óhætt að segja að slagurinn um fyrirtækið og auðinn sé hafinn.

Bloomberg skýrir frá þessu. Fram kemur að fjárfestar hafi nú kastað sér yfir fyrirtækið og kaupi hlutabréf í því í gríð og erg. Það gera þeir í þeirri von að fjölskylda Sin Kyuk-ho missi yfirráðin yfir fyrirtækinu en það myndi opna á að umbætur verði gerðar í því en fyrirtækið þykir mjög leyndardómsfullt.

Fyrirtækið kemur víða við sögu í viðskiptalífinu, það er tengt smásölu, kvikmyndahúsum, hótelum, skemmtigörðum, efnaverksmiðjum, raftækjaframleiðslu og byggingaiðnaðinum. Það er í eigu Shin-fjölskyldunnar sem er ein voldugasta fjölskylda landsins.

Fyrirtækið, eða öllu heldur fyrirtækjanetið, er byggt upp á mörgum minni fyrirtækjum og eignarhaldið er þvers og kruss. Því er erfitt að segja til um verðmæti móðurfyrirtækisins. Einnig er ekki ljóst hver á og stýrir einstökum fyrirtækjum innan samsteypunnar.

Sin Kyuk-ho eignaðist fjögur börn með þremur konum og það hefur ákveðin vandamál í för með sér. Synirnir tveir talast ekki við og hafa áður barist harkalega um valdastöðu í fyrirtækinu. Þá sigraði sá yngri. En fyrir þremur árum var hann, ásamt föður sínum, dæmdur fyrir fjárdrátt.

Sérfræðingar á fjármálamarkaði bíða nú spenntir eftir hvaða tromp kunna að leynast í ermunum hjá sonunum tveimur og hvernig þeir munu reyna að öðlast yfirráð yfir fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat