fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Rúvarar sáttir við Stefán

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að nýr útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, falli almennt nokkuð vel í kramið hjá starfsfólki RÚV.

Ráðning Stefáns þykir helst umdeild í þjóðfélaginu útfrá kyni hans, en flestir töldu að kona yrði ráðin í stöðuna, en kona hefur aldrei gegnt starfi útvarpstjóra. Almennt séð virðist þó ráðningin fara vel í landann.

Reynsla Stefáns sem stjórnanda er mikils metin á fréttastofu RÚV, en léttirinn þar var mikill þegar í ljós kom að einhver flokksgæðingurinn með bein tengsl við pólitík fengi ekki stöðuna.

Stefán er þó ekki laus við alla pólitík, en í starfi sínu sem borgarritari hefur hann tekist á við minnihlutann og telur Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, að sökum þess sé hlutleysi fréttastofu RÚV í uppnámi, þar sem Stefán og Dagur B. Eggertsson séu vinir og umfjöllun RÚV um borgarmálin gætu litast af því.

Orðið á götunni er hinsvegar að fréttamenn RÚV óttist ekki slík afskipti, enda séu ritstjórnarlegar aðfinnslur útvarpsstjóra við fréttum hluti af fortíðinni. Nú sé starfið meira stjórnunarlegs eðlis, þar sem flokkapólitíkin hefur að mestu verið kaffærð af excel-skjölum.

Þó eru sumir sem telja að ráðning Stefáns muni hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér. Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, segir á samfélagsmiðlum að þó svo Stefán sé viðkunnanlegur í fasi, þá logi bæði lögreglan og yfirstjórn borgarinnar í átökum, innanmeinum, klögumálum og einelti. Það sé ekki sök Stefáns, en þó svo hann sé ekki hornóttur, sé það ekki alltaf hornótt fólk sem rekist verst  í hópi.

Spáir Gunnar ringulreið í útvarpshúsinu innan 18 mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi