fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

„Stefnir í átök Ragnars Þórs og Gunnars Smára“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá um helgina hyggst Sósíalistaflokkur Íslands bjóða fram til Alþingis á næsta ári. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins næði flokkurinn fólki á þing, með rétt rúmlega 5% fylgi.

Þá hefur einnig verið greint frá mögulegum áformum verkalýðshreyfingarinnar um að bjóða fram til Alþingis, líkt og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur talað fyrir. Fengi slíkt framboð yfir 20% fylgi samkvæmt könnun sem Ragnar Þór lét gera og mældist því óstofnaður flokkur stærsti flokkur landsins. Ekki er þó komið á hreint hvort af verði slíku framboði, en ljóst er að nokkur áhugi er fyrir slíku.

Spáir átökum

Þar sem áherslur Sósíalistaflokksins þykja hins vegar úr sama jarðvegi og áherslur verkalýðshreyfingarinnar er spurning hvort pláss sé fyrir tvö framboð þar sem sósíalísk hugmyndafræði sé höfð að leiðarljósi. Eflaust sjá margir sér gott til glóðarinnar þar sem Vinstri græn hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa að mestu horfið frá Marxískum rótum sínum, en Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir stefna í átök milli Gunnars Smára og Ragnars Þórs:

„Eini sérhagsmunaaðilinn sem lætur sig þennan boðskap Ragnars Þórs varða er formaður Sósíalistaflokks Íslands. Spurning er hvort Ragnar Þór telur viðbrögð Gunnars Smára nógu sterk til að sannfærast endanlega um að hann sé á réttri leið. Svo kemur í ljós hvort gert verði út um ágreining þeirra um framboð í lokuðu bakherbergi eða átökum með aðild almennra kjósenda,“

segir Björn og vísar til orða Ragnars Þórs um að sterk viðbrögð hagsmunaafla sé mælikvarði á hvort hann sé á réttri leið eða ekki.

Erfitt að sjá fyrir sér

Gunnar Smári segir við Eyjuna, aðspurður um hvort pláss sé fyrir tvo sósíalíska flokka á þingi, ásamt VG, að of snemmt sé að segja til um framboð verkalýðshreyfingarinnar á þessu stigi:

„Könnun Ragnars var um hvort fólk gæti hugsað sér að kjósa mögulegt framboð. Höfuðborgarlistinn fékk tæplega 13% í slíkri könnun 12 dögum fyrir kosningar en 0,6% í kosningunum sjálfum. Framboð Ragnars mælist ekki í öðrum könnunum, þótt hann hafi kynnt fyrirætlanir sínar í nóvember. Það er því of snemmt að leggja nokkurt mat á þessar ráðagerðir. Auk þess hafa t.d. Drífa og Sólveig Anna hafnað þessu plani, og þá er erfitt að sjá fyrir sér framboð verkalýðshreyfingarinnar,“

sagði Gunnar Smári.

Hann tók fram að Sósíalistaflokkurinn væri ekki óánægjuframboð vegna VG og aðspurður um hvort hann hygðist sjálfur raða sér á framboðslista og í hvaða sæti, sagði hann engar ákvarðanir hafa verið teknar um framboðslista ennþá, það yrði ekki gert á næstu mánuðum, heldur mikið seinna.

Enginn átakafarvegur

Ragnar Þór segir við Eyjuna að þessar fyrirætlanir hans með verkalýðshreyfinguna hafi ekkert með Gunnar Smára eða sósíalistaflokkinn að gera:

„Ég sé heldur ekkert í spilunum að það sé einhver sérstakur átakafarvegur í gangi milli míns og Gunnars Smára. Hugmyndin með því að kasta fram könnun á viðhorfi almennings fyrir framboði verkalýðshreyfingarinnar, sem réttilega er bent á að sé ónákvæm og gefi ekki endilega skýra mynd, kemur einmitt til vegna þeirra kannana sem gerðar hafa verið hingað til og þær sviðsmyndir sem hægt er að draga upp af niðurstöðunum.“

Sósíalistaflokkurinn breyti litlu

Hann nefnir að litlar líkur séu á að íslenskt samfélag breytist miðað við mögulegar næstu ríkisstjórnir, sem líklega verða leiddar af Samfylkingu eða Miðflokki:

 „Nýtt framboð Sósíalistaflokksins mun ekki breyta neinu þar um miðað við fylgið í sömu könnunum. Þess vegna held ég að kjósendur séu að leita að öðrum valkosti heldur en þeir sem nú eru í boði og verða í boði. Það er mín tilfinning og má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér. Ég er líka þeirrar skoðunar að kjósendur þurfi val um fleiri en einn snaga til að hengja atkvæði sín á og þá er ég að hugsa valkost með fáum lykilmálum sem hreyfingin getur boðið fram með,“

segir Ragnar og minnir á að ekkert sé nýtt undir sólinni, ekki heldur hugmyndir sósílistaflokksins:

„Það sem er broslegt en jafn sorglegt við þetta er að málin sem um ræðir hafa verið á loforðalistum stjórnmálaflokkana undanfarin ár en eru ekki nýuppgötvaðar hugmyndir Sósíalistaflokksins. Flokkarnir hafa einfaldlega svikið kjósendur trekk í trekk og ég er bara einn af þeim sem er búinn að fá nóg. Fengið nóg að láta glepjast af fagurgölum fyrir kosningar og horfa svo uppá eitthvað allt annað gert. Forgangsröðun þjóðþrifamála, sem er svo snúið á rönguna þegar bitlingunum hefur verið úthlutað. Þetta mun ekki breytast með nokkrum þingmönnum Sósíalistaflokksins miðað við kannanir. Mótstaðan væri bara of lítil. Það þarf bara eitthvað annað og meira að koma til og það er það sem ég er að reyna að gera, Taka þetta út úr vinstri hægri sósíalista kapítalista auðvalds og kommúnista orðræðunni og tala um hvað þarf að gera, af hverju og hvernig.“

Samstarf ekki í kortunum

Aðspurður hvort samstarf milli sósíalistaflokksins og framboðs verkalýðshreyfingarinnar sé líklegt, þar sem stefnumál þeirra séu væntanlega af svipuðum meiði, segir Ragnar Þór ekki útlit fyrir það á þessu stigi:

„Samstarf hefur ekkert verið rætt og ekki tímabært. Ef ekki verður af framboði tengd hreyfingunni á hún að mynda bandalag með öllum þeim sem tilbúnir eru til að skuldbinda sig ákveðnum breytingum fyrirfram. En það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að eitthvað er það sem kjósendur virðast vera afhuga varðandi Sósíalistaflokkinn ef marka má kannanir. Skýringuna er mun frekar að finna í grímulausum áróðri gegn sósíalisma en persónum og leikendum ég þekki mikið af flottu fólki sem tekur virkan þátt í grasrótarstarfinu þar eins og í öðrum flokkum. Ég er viss um að fylgi flokksins muni aukast fram að kosningum enda á hann allt að vinna og á örugglega töluvert inni.“

Komi í ljós bráðlega

„Verkalýðshreyfingin hefur ekki tekið neina formlega afstöðu í málinu þó einhverjir henni tengdri hafi tjáð sig um hana,“

segir Ragnar um hugmynd sína. Hann mun kynna niðurstöður könnunarinnar, þar sem framboðið mældist með um 20% fylgi, fyrir Miðstjórn ASÍ á miðvikudag og verður hún birt opinberlega í framhaldinu.

 

Sjá einnig: Stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar mælist stærsti flokkurinn á Alþingi -„Þetta hljóta að vera stórfréttir“

Sjá nánar: „Verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk“

Sjá einnigVerkalýðshreyfingin útilokar ekki stofnun stjórnmálaflokks:„Veltur svolítið á hvernig kjarasamningar fara“

Sjá einnigRagnar Þór:„Ég hef engan áhuga á þessum vinnustað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“