fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Guðjón og Brynjar slátra Tinder lauginni – „Allt við þetta var ógeðslegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Smári og Brynjar Ingi snúa aftur og gagnrýna nýjasta þátt Tinder laugarinnar. Þeir eru þáttastjórnendur Alvarleikans þar sem þeir gera grín af hinum ýmsu hlutum. Þáttur þeirra um fyrsta þátt Tinder laugarinnar vakti mikla athygli. Guðjón kallaði þáttinn meðal annars viðbjóðslegan og voru þeir mjög  hneykslaðir yfir ummælum og spurningum í þættinum.

Sjá einnig: Guðjón og Brynjar rífa í sig Tinder laugina: „Þetta er ógeðslegt, ég get ekki horft á þetta“

Guðjón og Brynjar horfa á fimmta og sjötta þátt Tinder laugarinnar. Um er að ræða „einn“ þátt sem er í tveimur hlutum. Þessi tiltekni þáttur hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Þá aðallega vegna ölvunarástands keppanda eitt. Sá keppandi var tekinn úr keppni og var fenginn nýr keppandi í hans stað, sem stóð uppi sem sigurvegari í lok þáttarins.

Sjá einnig: Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar: „+Eg er alveg fínn í rúminu sko!“

Tinder laugin hefur verið bæði harðlega gagnrýnd og höfð að háði og spotti fyrir „óviðeigandi“ og „grófar“ kynlífsspurningar. Lína Birgitta, umsjónamaður Tinder laugarinnar, svaraði þeirri gagnrýni og sagði meðal annars:

„Ég hef sagt frá byrjun að Tinder laugin á að vera óþægilega skemmtilegur þáttur. Þegar ég segi óþægilega skemmtilegur þáttur þá þýðir það ekki að það sé fyrir þig, sem ert að horfa. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs, það er engan veginn hægt.“

Athyglisverður þáttur

Það er því óhætt að segja að Tinder laugin hefur borið talsvert á góma landsmanna síðustu vikur. Guðjón og Brynjar hafa margt um þáttinn að segja og eru frekar hneykslaðir yfir ástandi keppanda áður en keppni hefst.

„Þetta er ekki byrjað og allir blindfullir,“ segir Brynjar.

Keppandi þrjú slær í gegn hjá Alvarleikabræðrunum. Þeir kalla hann „blíðan og góðan“ og segjast báðir halda með honum.

„Hann er ekkert að mæta til að fá einhver stig. Hann er bara að mæta til að vera hann sjálfur,“ segir Guðjón um keppanda þrjú.

„Karlrembulegt“ svar

„Þetta var karlrembulegasta sem ég hef heyrt,“ segir Guðjón yfir svari keppanda númer tvö þegar hann segir að draumakonan þurfi að kunna að elda.

„Allt við þetta var ógeðslegt,“ segir Brynjar.

Keppandi númer tvö vakti ekki mikla lukku á meðal netverja og ekki heldur hjá Guðjóni og Brynjari.

„Er maður orðinn þreyttur á þessum gæja í alvörunni,“ segir Brynjar um keppanda númer tvö. „Þvílíkur kjaftur og ræpa. Slakaðu á í töffaraskapinu.“

Ef þig langar að horfa á Guðjón og Brynjar horfa og skjóta fast á Tinder laugina, þá geturðu gert það hér að neðan.

https://www.instagram.com/tv/B7b2UQQAWar/?igshid=ocqtkf57q9mj&fbclid=IwAR2J3lYI1aob-rN2TRt8VoLxWbzA1DT7RXm7UrPnlSBZLOKnGV-S9AwCE0I

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“