fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðað við þann kostnað sem vantar upp á til að klára varnirnar, þá mun það taka 50 ár að klára þetta, á sama hraða og hefur verið, en þetta átti nú að klárast fyrst 2010. En það er vel hægt að spýta í lófana og klára þetta á 10 árum,“

segir Kristín Martha Hákonardóttir, ofanflóðasérfræðingur á Verkís verkfræðistofu, við Eyjuna í dag.

Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang í málefnum snjóflóðavarna og vonast til að ríkisstjórnin ranki við sér eftir tíðindi gærkvöldsins, þegar þrjú snjóflóð féllu á Vestfjörðum, þar af tvö á Flateyri með tilheyrandi tjóni.

Aldrei rétti tíminn

Ofanflóðasjóður heyrir undir fjármálaráðuneytið, en þaðan kemur fjármagnið til uppbyggingar snjóflóðavarna. Ýmiskonar verkefni hafa verið í gangi undanfarin ár og segir Kristín að samanborið við önnur lönd sé ástandið heilt yfir gott á Íslandi.

Hún segir hinsvegar að betur megi ef duga skal því sjóðurinn sé notaður sem hagstjórnartæki:

„Þegar það er þensla í þjóðfélaginu hefur verið dregið úr fjármögnun í uppbyggingu varna því allir verktakar eru á fullu í öðru. En svo þegar er samdráttur í þjóðfélaginu, þá er líka dregið úr fjármögnun, vegna sparnaðar. Það var ekki ætlunin með lögunum um snjóflóðavarnir, sem sett voru í mjög skýrum tilgangi,“

segir Kristín.

Verðum öll dauð

„Það stefnir í að við verðum 60 árum á eftir áætlun, sem er óheppilegt því við verðum öll dauð sem höfum starfað í þessu og því gæti orðið ósamfella í þekkingu, sem er aldrei gott,“

segir Kristín og nefnir að upphaflega átti að ljúka uppbyggingunni árið 2010 samkvæmt reglugerð um hættumat frá árinu 2000, um hættulegustu svæðin.

Aðeins helmingurinn varinn

Hún rifjar upp á Facebook að síðastliðið vor hafi áskorun verið send stjórnvöldum um að klára þyrfti snjóflóðavarnir. Áskorunin var send af fulltrúum Veðurstofu Íslands, fulltrúa Ofanflóðanefndar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga og þremur bæjarstjórum ásamt Kristínu sjálfri.

Kristín segir að viðbrögð stjórnvalda hafi verið vonbrigði og að aðeins sé búið að verja helming hættusvæða þrátt fyrir að ekki skorti fé til að klára varnirnar:

„Get ekki annað en í­trekað að einungis er búið að verja um helming þeirra svæða þar sem snjó­flóða­hætta er yfir á­sættan­legum mörkum – og að nægir fjár­munir eru í Ofan­flóða­sjóði til að ljúka þessum verk­efnum á næstu 10 árum.“

Ofanflóðasjóður var stofnaður 1997 til að mæta uppbyggingu á snjóflóðavörnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna