Tónlistar- og leikkonan Þórunn Erna Clausen hefur eignast barn með kærasta sínum, knattspyrnumanninum Olgeiri Sigurgeirssyni. Þórunn greinir frá þessu á samfélagsiðlum. Um er að ræða stúlku sem kom í heiminn þann 11. janúar kl. 17:50. Hún var 50 cm og 3610 g. ‘
DV óskar parinu hjartanlega til hamingju með litlu stúlkuna.