fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Jón Þór meðal þeirra sem missa vinnuna við sameiningu Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 08:57

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýju skipuriti Seðlabanka Íslands munu átta starfsmenn hverfa frá bankanum í kjölfar sameiningar við Fjármálaeftirlitið.

Samkvæmt Morgunblaðinu eru það Jón Þór Sturluson, sem var aðstoðarforstjóri FME, Sigríður Logadóttir, framkvæmdarstjóri og yfirlögfræðingur, Anna Mjöll Karlsdóttir, yfirlögfræðingur hjá FME og Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri gagnasöfnunar og upplýsingatækni Seðlabankans.

Þá hætti Guðmundur Kr Tómasson, framkvæmdastjóri fjármálainnviða Seðlabankans um áramót, en það kom til áður en tilkynnt var um sameininguna.

Samkvæmt skipuritinu verða kjarnasvið bankans sjö, þ.e. hagfræði og peningastefna, markaðsviðskipti, fjármálastöðugleiki, bankar, lífeyrir og vátryggingar, markaðir og viðskiptahættir, og lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir.

Stoðsvið bankans verða fjögur, þ.e. rekstur, upplýsingatækni og gagnasöfnun, fjárhagur, og mannauður. Jafnframt er í skipuritinu miðlæg skrifstofa bankastjóra. Með nýju skipuriti verða nokkur svið lögð niður eða sameinuð, starfsfólk færist til og átta störf verða lögð niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum