Enska götublaðið, The Sun fullyrðir að Paul Pogba hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Bæði hann og félagið vilji nú enda samstarfið.
Pogba lék ekki í tæpa þrjá mánuði en er aftur meiddur, hann vill nú fara í aðgerð.
Pogba vildi ólmur fara frá Manchester United síðasta sumar en fékk það ekki í gegn, Real Madrid og Juventus höfðu ekki fjármuni til að kaupa hann.
The Sun segir að leikmenn United séu sannfærðir um að Pogba spili ekki aftur fyrir félagið og að hann vilji helst fara nú í janúar.
Pogba kostaði United 89 milljónir punda árið 2016 en United vill fá hærri upphæð en það til baka.