Ryan Giggs, goðsögn Manchester United, býst ekki við að Paul Pogba spili með liðinu á næstu leiktíð.
Pogba hefur lítið spilað á þessu tímabili vegna meiðsla en margir telja að hann sé að bíða eftir því að komast burt á þessu ári.
,,Nei, nei,“ sagði Giggs um það hvort Pogba yrði áfram hjá United á næstu leiktíð.
,,Ég vorkenni Ole Gunnar Solskjær því hann þarf að svara endalausum spurningum um Paul Pogba.“
,,Ég segi að United sé á góðu róli án hans. Hann kemur inn, gerir ágæta hluti í sumum leikjum en veldur vonbrigðum þessa stundina.“
,,Hann er með gæði og við tölum um hann alla daga en hann hefur ekki sýnt stöðugleika hjá United.“