fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Birgir segir mikilvægt að flóttamenn hingað til lands séu kristnir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 15:42

Birgir Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir mikilvægt að kvótaflóttamenn sem boðið er hingað til lands séu kristnir. Þetta kom fram í nýársræðu sem Birgir flutti í Seltjarnarneskirkju á nýársdag. Viljinn greindi frá þessu

Birgir segir áhyggjuefni að hér á landi hafi gætt ákveðinnar tilhneigingar til skipulagrar afkristnunar síðustu árin. Þessari öfugþróun hafi verið stjórnað af háværum minnihluta.

Birgir bendir á að mjög lítill hluti þeirra sem fengið hafi stöðu flóttafólks hér á landi á síðustu árum sé kristinn. Kristnir flóttamenn eigi hins vegar auðveldara með að aðlagast samfélaginu en fólk annarrar trúar. Þá bendir Birgir á að kristið fólk sé ofsótt vegna trúar sinnar í mörgum þeirra landa sem kvótaflóttamenn koma hingað frá.

Birgir segir einnig mikilvægt að efla kristnifræðslu í skólum á ný og snúa þar við af braut afkristnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“