fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Vekur athygli á launakostnaði góðgerðarsamtaka – „Ekkert pælt í þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. desember 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvar Þór Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Prentmet er umsjónarmaður góðgerðafélagsins Samferða, sem í átta ár hefur verið með árlega söfnun til að aðstoða fólk fjárhagslega sem orðið hefur fyrir ýmiskonar áföllum í lífinu.

Sjá einnig: Örvar Þór:„Ein móðirin grét svo mikið af gleði að átta ára dóttir hennar fór að gráta líka“

Hann birtir færslu í dag sem hann segir athyglisverða, en þar birtir hann launakostnað ýmissa félagasamtaka á Íslandi. Tekur hann jafnframt fram að launakostnaðurinn hjá sínu félagi sé enginn, og umsýslukostnaður sé heldur enginn.

Óhætt er að segja að launakostnaðurinn sé nokkuð mikill hjá þeim félögum sem hann nefnir en athuga þarf að umfang, eðli og starfsmannafjöldi þeirra góðgerðarfélaga er misjafn sömuleiðis og óvíst að þau falli öll undir sömu skilgreiningu.

Til dæmis eru tæplega 60 starfsmenn hjá Krabbameinsfélaginu, en 20 hjá Unicef. Tólf starfa hjá ABC barnahjálp og átta starfsmenn í fimm stöðugildum eru hjá SOS barnaþorpum. Miðað er við upplýsingar á heimasíðum.

Ekkert pælt í þessu

Örvar segir eflaust flesta lítið hugsa um þann kostnað sem starfsemi góðgerðafélaga útheimti:

„Athyglisvert að skoða tölur hjá hinum og þessum félögum samkvæmt ársreikningum þeirra. Svona eftir að maður byrjaði í þessu góðgerðarbrölti fyrir nokkrum árum. Þar áður hafði maður sjálfsagt líkt og rjóminn af þjóðinni ekkert pælt í þessu.“

Örvar birtir síðan töflu með launakostnaði nokkurra stærstu góðgerðarsamtakanna hér á landi:

  • Krabbameinsfélagið: Launakostnaður þeirra var yfir 400.000.000 krónur árið 2018.
  • Unicef á Íslandi: Launakostnaður þeirra var um 150.000.000 krónur árið 2018.
  • ABC hjálparstarf: Launakostnaður þeirra var um 50.000.000 krónur árið 2018.
  • SOS barnaþorp: Launakostnaður þeirra var um 40.000.000 krónur árið 2018.

Samanlagt er launakostnaður þessara ólíku félagasamtaka því um 640 milljónir króna á ári.

Margur er knár…

Örvar tekur síðan fram að engin launakostnaður né umsýslukostnaður sé hjá hans samtökum, þó svo tekist hafi að safna veglegri upphæð í ár:

„Samferða góðgerðarsamtök sem ég starfa fyrir: Launakostnaður 0 krónur öll okkar ár. Annar kostnaður reyndar líka 0 krónur öll okkar ár. Árið 2019 styrktum við 93 fjölskyldur hér á landi um samtals 6.266.989 krónur. Staðan á reikningi okkar í dag 2.232.000 krónur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“