Adama Traore er að eiga sitt besta tímabil á Englandi þessa dagana en hann leikur með Wolves.
Traore hefur spilað með þremur liðum á Englandi, Aston Villa, Middlesbrough og nú Wolves.
Hann kom fyrst til Englands árið 2015 til Villa en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi.
Wolves ákvað að taka sénsinn á Traore síðasta sumar en hann er uppalinn hjá spænska stórliðinu Barcelona.
Það er óhætt að segja að Traore hafi breyst verulega undanfarin sjö ár og hefur bætt á sig mikið af vöðvum.
Traore er þekktur fyrir ótrúlegan hraða en er nú byrjaður að skila mörkum og stoðsendingum.
Hér má sjá muninn á honum síðan árið 2012.