Í gær var greint frá því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi rætt við Paris Saint-Germain í byrjun mánaðarins.
PSG hafði mikinn áhuga á því að ráða Klopp til starfa á næstu leiktíð en hann hefur náð frábærum árangri með enska liðið.
Thomas Tuchel er í dag stjóri PSG en það er alls ekki víst að hann verði þar á næstu leiktíð.
Samkvæmt nýjustu fregnum þá ræddi Klopp við Leonardo, yfirmann knattspyrnumála PSG, í klukkutíma en þeir töluðu saman í símann.
Hvað þeir ræddu um nákvæmlega er ekki á hreinu en Klopp endaði á því að afþakka boð franska liðsins.
Í kjölfarið skrifaði Klopp undir nýjan samning og er samningsbundinn til ársins 2024.