Scott McTominay, leikmaður Manchester United, fór af velli í gær er liðið vann 4-1 heimasigur á Newcastle.
McTominay spilaði fyrri hálfleikinn í sigrinum en Paul Pogba kom inná í hans stað í seinni hálfleik.
Skotinn fór meiddur af velli og hefur Ole Gunnar Solskjær staðfest að þau meiðsli gætu verið alvarleg.
,,Hann skaddaði liðbönd í hné, líklega. Við vitum ekki hversu alvarlegt þetta er, við sjáum til,“ sagði Solskjær.
,,Hann er með stærsta hjartað í hópnum. Hann spilaði hálfleikinn en við vitum að hann verður stífur eftir á. Við finnum þetta út á morgun.“