Mikel Arteta stýrði Arsenal í sínum fyrsta leik í gær er liðið mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Arteta var ráðinn til starfa nýlega en hann tók við af Unai Emery sem var rekinn.
Í millitíðinni þá stýrði Freddie Ljungberg Arsenal í nokkrum leikjum en gengið batnaði ekki undir hans stjórn.
Ljungberg fékk að heyra það frá Paul Scholes, fyrrum leikmanni Manchester United, fyrir að klæðast ekki jakkafötum á hliðarlínunni.
Arteta heyrði örugglega gagnrýni Scholes en var alveg sama og mætti sjálfur í peysu á völlinn.
Nú er spurning hvort Spánverjinn fái sömu gagnrýni frá Scholes og Ljungberg fékk.