fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Ný lausn á loftslagsvandanum? Hvalir geta drukkið gríðarlegt magn af CO2 í sig

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 17:00

Hvernig sofa hvalir?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalir eru betri til að taka CO2 í sig en tré segja vísindamenn. Það eru því ekki bara tré sem geta leyst loftslagsvandann eða að minnsta kosti dregið úr honum. Vísindamenn og sérfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segja að ef við viljum gera eitthvað í CO2 vandanum án þess að eyða peningum og kröftum í tæknilegar lausnir þá eigum við að veðja á að fjölga hvölum í heimshöfunum.

Á grunni eldri rannsókna hafa þeir reiknað út hversu miklu magni af CO2 hvalir halda frá andrúmsloftinu. Niðurstaðan er að hvalur tekur að meðaltali 33 tonn af CO2 í sig á lífsleiðinni. Til samanburðar má nefna að tré getur tekið í sig allt að 22 tonn á ári. Þegar hvalur drepst endar hann á hafsbotni. Þangað fer CO2 með honum fer inn í vistkerfið í djúpi hafsins og geta mörg þúsund ár liðið þar til það kemur upp og lendir í andrúmsloftinu á nýjan leik.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið var rætt við Mark Payne hjá danska tækniháskólanum um þetta. Hann sagði það magn CO2 sem hvalir taka í sig ekki skipta miklu máli þegar heildarmyndin er skoðuð. Magnið sem þeir taki í sig svari til losunar Færeyja á CO2 á ári og það sé ekki mikið magn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings