Á grunni eldri rannsókna hafa þeir reiknað út hversu miklu magni af CO2 hvalir halda frá andrúmsloftinu. Niðurstaðan er að hvalur tekur að meðaltali 33 tonn af CO2 í sig á lífsleiðinni. Til samanburðar má nefna að tré getur tekið í sig allt að 22 tonn á ári. Þegar hvalur drepst endar hann á hafsbotni. Þangað fer CO2 með honum fer inn í vistkerfið í djúpi hafsins og geta mörg þúsund ár liðið þar til það kemur upp og lendir í andrúmsloftinu á nýjan leik.
Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið var rætt við Mark Payne hjá danska tækniháskólanum um þetta. Hann sagði það magn CO2 sem hvalir taka í sig ekki skipta miklu máli þegar heildarmyndin er skoðuð. Magnið sem þeir taki í sig svari til losunar Færeyja á CO2 á ári og það sé ekki mikið magn.