fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Bjarni Ben svarar: „Er þetta ekki ágætur díll, eins og sagt er?”

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. desember 2019 14:43

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmisaga um ósanngirni skattheimtu er birt á vef Eiríks Jónssonar blaðamanns um helgina. Segir þar af viðskiptum manns við iðnaðarmann sem lagar fyrir hann pípulögn og tekur 15.060 krónur fyrir, eða 12 þúsund kall plús vask, sem er sagður  25.5%.

Er þar rakið hvernig um 75% upphæðarinnar fari í greiðslu skatta og hátt í 97% ef píparinn notaði þá til að kaupa sér koníaksflösku, þar sem útsöluverð sterks áfengis er ansi hátt og er þá ótalin álagningin frá ÁTVR.

Lýkur dæmisögunni á þeim orðum að varla borgi sig að vinna:

„Við skulum bíða þess nú og sjá hvort að fjármálaráðherra sjái ekki möguleika á að ná einhvern veginn þessum 3% sem eftir eru. Það ættu allir að sjá að það tekur því varla að fara að vinna.“

Bjarni svarar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur svarað dæmisögunni á samfélagsmiðum:

„Ég hef gaman að svona dæmisögum. Ekki ætla ég að mótmæla meginpunktinum um að skattar eru háir og þurfa áfram að lækka. Fyrir því hef ég barist og mun áfram gera. En ég þarf að gera nokkrar athugasemdir við þessa dæmisögu. Allt í sama anda, í léttum dúr,”

segir Bjarni og kemur með nokkrar athugasemdir, sem miðast við nýlegar skattabreytingar, sem eflaust hefðu breytt dæmisögunni nokkuð:

-þarna er notaður jaðarskattur (46% og 40%) nær hefði verið að spyrja hver skattbyrði viðkomandi er því persónuafsláttur og skattþrep breyta miklu(1,5m er með uþb 34% skattbyrði eftir nýjustu skattabreytingar)
-Vsk fæst endurgreiddur af vinnunni 60%
-Vsk var lækkaður í 24% úr 25,5% árið 2015
-Maður vinnur sér inn 27 þús kr. Fyrir það fæst ekki bara koníaksflaska heldur var vaskurinn líka lagaður. Er þetta ekki ágætur díll, eins og sagt er?”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025