fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Guðrún skilar skömminni – Brjóstagjöf, fíkn og fæðingarþunglyndi: „Ég er alveg jafn tengd börnunum mínum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk, þriggja barna móðir úr Keflavík, opnar sig um brjóstagjöf í einlægum pistli á Facebook. Hún deilir pistlinum með öðrum mæðrum og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að deila með lesendum.

Guðrún Ósk á Naomi Stjörnu, 9 ára, Gabríelu Máney, 7 ára, og Leonard Stirni, 7 mánaða.

Í hvert skipti hefur brjóstagjöf varið stutt, en hún segir það ekki haft nein áhrif á samband sitt við börn sín.

„Ég og Leonard eigum mjög einstakt samband. Hann er algjör mömmustrákur og er mjög háður mér. Er það erfitt? Já stundum. En ég elska það samt, ég elska að hafa hann upp í og knúsa hann í kaf. Við gátum ekki notið brjóstagjafar nema í um fjórar vikur, samt erum við límd saman,“ segir Guðrún Ósk.

„Þessi mýta að móðir og barn tengist betur vegna brjóstagjafar er bull og finnst mér þetta skelfilegt að hafa fram á borði fyrir þær sem geta einfaldlega ekki verið með barn á brjósti. Og skammast sín svo fyrir það! Því heilbrigðisstarfsmenn segja að maður eigi að gera það?“

Ekki tabú

„Það á ekki að skammast sín fyrir að geta ekki verið með barn á brjósti, það á ekki að vera tabú. Ég var með hann í fjórar vikur en missti alla mjólk vegna sýkingar í legi og var lögð inn með sýklalyf í æð, allt í þökk til heimaljósunnar minnar sem hlustaði á mig,“ segir Guðrún Ósk.

„Ég var með Gabríelu Máney á brjósti í þrjá mánuði en hætti vegna þess að ég datt í það í útlöndum. Heimskulegt? Ég veit, en því miður er ég með sjúkdóm, fíknisjúkdóm sem er líka tabú!

Við erum samt jafn tengdar og ég og Leonard. Naomi stjarna var ekki á brjósti vegna fæðingarþunglyndis sem er eitt annað sem á ekki að vera skömm eða tabú. En við erum samt alveg jafn tengdar í dag þrátt fyrir að við þurftum að vinna fyrir því, eða ég í rauninni. Skammast ég mín? Já stundum, en ég reyni að gera það ekki, ég var bara veik? Get ég sagt það nógu oft að ég þoli ekki orðið tabú?“

Svefn

Guðrún Ósk segir umræðuna um að börn eigi að sofa í eigin rúmi vera heimskulega. Leonard sefur upp í hjá henni því þau bæði sofa betur þannig. Hún gerði það líka með dætur sínar þegar þær voru yngri. En henni dreymir um að eiga stórt rúm sem þau öll komast vel fyrir.

„Lifum, njótum og hugsum um okkur, ekki hvað aðrir gera. Okkar líf, okkar börn. Við 4 erum öll mjög hamingjusöm saman […] Hættum að skammast okkar eða skammast í öðrum!“

Margar mæður sammála

Færslan vakti mikla athygli í Facebook-hópnum Mæðra Tips. Rúmlega 50 ummæli hafa verið skrifuð við færsluna og taka margar mæður undir með Guðrúnu Ósk.

Guðrún Ósk heldur úti Instagram-síðu þar sem hún opnar sig og vekur athygli á ýmsum málefnum, eins og líkamsímynd og fíkn.

https://www.instagram.com/p/B5u9magggem/

https://www.instagram.com/p/B55-WZIg8JO/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar