fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Office-stjarnan Rainn Wilson gerir lítið úr Stjörnu-Sævari – „Whatever dude“

Fókus
Laugardaginn 7. desember 2019 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnufræðimiðlari, leggur það í vana sinn að deila ýmsum fróðleik um stjörnurnar, plánetuna og allan alheiminn. Í gær ákvað Sævar, sem einnig er þekktur sem Stjörnu-Sævar, að deila fróðleik um stjörnuhröp og fylgifiska vetrarbrautarinnar.

„Með því að mæla hreyfingu Stóra og Litla Magellansskýsins, sem eru 160 og 200 þúsund ljósár í burtu, getum við vigtað Vetrarbrautina. Hún vegur á við 1,5 billjónir sóla en þar af eru 4% stjörnur, 12% gas og 84% hulduefni,“ sagði Sævar en hann átti ábyggilega ekki von á því að fá þau viðbrögð sem hann fékk við tístinu.

Það var nefnilega enginn annar en leikarinn Rainn Wilson, sem oftast er þekktur fyrir hlutverk sitt sem Dwight í bandarísku útgáfunni af The Office, sem deildi tísti Sævars. Svo virðist þó vera sem Wilson sé lítið fyrir þennan fróðleik sem Sævar var að deila því það sem Rainn sagði var einfaldlega: „Whatever, dude.“ Sævar svaraði tísti Wilson og sagðist verða að sýna honum alvöru stjörnur næst þegar Wilson kemur til landsins en Wilson kom nýlega til Íslands.

Wilson er umhverfissinni líkt og Sævar en Wilson vinnur nú að ferðaþáttum sem fjalla um loftslagsmál víða um heiminn. Í ferð sinni til Íslands gerði Rainn sér ferð niður á Austurvöll. Þar ræddi hann við börn sem voru að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.

Ekki náðist í Sævar Helga við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma