fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Guðrún Ögmundsdóttir skipuð skrifstofustjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 11:14

Guðrún Ögmundsdóttir skipuð skrifstofustjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Guðrúnu Ögmundsdóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu til fimm ára, frá 2. desember 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Guðrún hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Þar hefur hún verið leiðandi sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta og stýrt verkefnum í tengslum við þróun stafrænnar þjónustu og rekstur stofnana ríkisins. Þá var hún formaður verkefnisstjórnar um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðarlána. Síðastliðið ár hefur Guðrún verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu. Guðrún var áður ráðgjafi hjá Capacent, fjárfestatengill hjá Landic Property hf., og sérfræðingur hjá Kaupþingi banka hf. Þar áður starfaði hún sem hagfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 2002 til 2005.

Guðrún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í fjármálum frá Cass Business School í London.

Skrifstofa rekstrar og innri þjónustu annast rekstur, mannauðsmál og fjármál ráðuneytisins. Skrifstofan hefur umsjón með stefnumótun og fjárveitingum vegna málaflokka sem ráðuneytið ber ábyrgð á auk rekstrarlegs eftirlits með stofnunum ráðuneytisins.

Alls bárust 25 umsóknir um stöðuna sem var auglýst 28. ágúst síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“