fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir skuldaaukningu hjá borginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarmeirihlutinn hefur kynnt níu mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar sem afgreitt var í borgarráði í dag. A-hluti borgarinnar skilar þar jákvæðri afkomu upp á 5,2 milljarða.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur gert bókun við uppgjörið og gagnrýnir þar mjög aukningu skulda. Benda Sjálfstæðismenn á að skuldbindingar hækki um rúma 2,5 milljarða á mánuði:

„Heildarskuldir og skuldbindingar borgarinnar á síðustu 9 mánuðum fara úr því að vera 324 milljarðar króna í 348 milljarða. Þetta þýðir hækkun upp á 24 milljarða eða ríflega 2,5 milljarðar á mánuði. Á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni hafa heildarskuldir því hækkað um 750 þúsund krónur á aðeins 9 mánuðum. Það verður vandséð að þessi skuldaþróun sé dæmi um „ábyrga fjármálastjórn“ eins og fulltrúum Viðreisnar er svo tíðrætt um. Vandséð er að þessi útkoma sé í samræmi við yfirlýsingar borgarstjóra um að borgin sé að skila „góðum afgangi“. Þetta sýnir að forsendur samstarfsins eru brostnar þar sem gert var ráð fyrir að skuldir yrðu greiddar niður í Meirihlutasáttmálanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun