fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Sanna um Reykjavíkurborg: „Leyfa innheimtufyrirtækjum að hagnast á skuldavanda borgarbúa“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 15:40

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringasviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn sósíalistaflokksins, hafa 48.584 reikningar borgarbúa hafa farið í innheimtuferli til Momentum á tímabilinu 1. janúar 2018 til 13. september 2019.

Frá þessu greinir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalistaflokksins:

„Samtals voru 1.325.067 reikningar gefnir út á því tímabili hjá Reykjavíkurborg og þetta eru því 3,7% reikninga sem voru settar í milli innheimtu á tímabilinu,“

segir Sanna.

Um 3800 mál í löginnheimtu

Hún nefnir að heildarfjöldi stofnaðra mála hjá Gjaldheimtunni, sem flokkist undir lög innheimtu, voru 3.793. Lög innheimta er það sem skuldaferlið fer í þegar viðkomandi nær ekki að greiða í milli innheimtu:

Þá var heildarfjöldi milli innheimtubréfa hjá Momentum fyrir Reykjavíkurborg á árinu 2018 og til 13.9.2019 alls 67.839 bréf en þar af voru send út 48.584 bréf 1 og 19.255 bréf 2 sem flokkast í mismunandi einingaverð eftir upphæð skuldar.

„Margir eru í skuldastöðu því þeir eiga ekki pening til að greiða reikninga og hér er Reykjavíkurborg að leyfa innheimtufyrirtækjum að hagnast á skuldavanda borgarbúa,“

segir Sanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn