fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Íslendingar hafa Kristján Þór að háði og spotti: Segja skýringar hans ótrúverðugar

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagðist fyrr í dag ekki hafa haft nein afskipti af útgerðarfyrirtækinu Samherja síðan hann var formaður stjórnar Samherja á árunum 1996-1998.

Samherjamenn héldu því fram að Kristján væri „þeirra maður“, en í viðtali við RÚV sagðist hann ekki hafa haft nein afskipti af Samherja.

„Því verða þeir að svara sjálfir. Ég hef hingað til bara litið á mig sem minn eigin og minnar fjölskyldu og er þekktur fyrir flest annað en að vera mjög undanlátssamur. Ég hef nú frekar orð á mér fyrir að vera frekar stífur í framgöngu.“

Einnig sagðist Kristján hafa hitt stjórnendur Samherja fyrir stuttu, þar á meðal Þorsteinn Má Baldursson.

„Ég var bara að spyrja hvernig honum liði einfaldlega,“

DV fjallaði frekar um svör Kristjáns fyrr í dag

Fjöldi manns hefur gagnrýnt svör Kristjáns og gert grín að þeim, þar á meðal nokkrir Twitter-verjar. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna gagnrýndi Kristján fyrir að ætla að segja sig frá málum Samherja, þar sem hann er jú sjávarútvegsráðherra.

Brynhildur Bolladóttir setti inn ansi beitta færslu þar sem hún sagði á ansi íronískan hátt frá mögulegu umræðuefni Þorsteins og Kristjáns.

 

Pétur Marteinn Urbanic Tómasson gerði svo stólpagrín að málinu, en þar kallaði hann Þorstein Má „flippaðan“.

 

Þar að auki gerði Twitter-notandinn Villi grín að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum