fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Davíð svarað: „Góð áminning um þau sérhagsmunaöfl sem standa að útgerð Morgunblaðsins“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings Morgunblaðsins og leiðaraskrifum Davíðs Oddsonar af rökræðukönnun sem haldin var í Laugardalshöll um helgina. Í frétt Morgunblaðsins sagði að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hefðu verið með áróður á fundinum og nærvera þeirra vakið furðu gesta.

Fer Davíð Oddsson síðan hörðum orðum um málið í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Sjá nánar: Davíð í stuði:„Risastórt andaglas“- „Vitleysingaspítali“ – „Rugl“ – „Stórskrípaleikur“

Ábendingar án árangurs

Í yfirlýsingu Stjórnarskrárfélagsins segir:

Í tilefni af rökræðukönnun um stjórnarskrá sem haldin var í Laugardalshöll um helgina og umfjöllunar Morgunblaðsins af málinu vill Stjórnarskrárfélagið vekja athygli á eftirfarandi: Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 studdu 2/3 hlutar kjósenda tillögur sem skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár, að undangengnu löngu og lýðræðislegu ferli. Rökræðukönnunin hefði hæglega getað unnið með þær tillögur kjósenda til að fá úr því skorið hvort fólk sé þeim almennt sammála eða hvort einhverju þyrfti að breyta. Með því móti hefðu lýðræðisleg vinnubrögð verið virt og ekki gengið þvert gegn afgerandi niðurstöðu úr lögmætri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fólk úr stjórn félagsins reyndi á fyrri stigum að koma ábendingum um þetta á framfæri við undirbúningsnefnd og skipuleggjendur rökræðukönnunarinnar en án árangurs. Þrátt fyrir þetta fagnar félagið opinni umræðu um stjórnarskrármál og ákvað að gefa þeim gestum í Laugardalshöll sem vildu eintak af nýju stjórnarskránni. Umfjöllun mbl.is og leiðarahöfundar Moggans um meint afskipti félagsmanna af rökræðukönnuninni sjálfri er fjarstæðukenndur enda hefur forstöðumaður Félagsvísindastofnunar komið því skýrt á framfæri að viðvera örfárra einstaklinga úr félaginu hafi engin áhrif haft á fundinn, sem reyndar var öllum opinn þótt það hafi ekki farið hátt.

Fréttaflutningur sem þessi er samt sem áður góð áminning um þau sérhagsmunaöfl sem standa að útgerð Morgunblaðsins og undir viðvarandi taprekstri þess. Stjórnarskrárfélagið skorar á alla sem vilja standa vörð um lýðræði í landinu að notfæra sér umræðuna um stjórnarskrárbreytingar og þrýsta á um gildistöku nýju stjórnarskrárinnar, sem því miður hefur fengið að safna ryki innan veggja Alþingis síðastliðin sjö ár. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi