fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Eyjan

Davíð í stuði: „Risastórt andaglas“- „Vitleysingaspítali“ – „Rugl“ – „Stórskrípaleikur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 09:23

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullvíst má telja að leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag sé Davíð Oddsson. Fjallar hann um stjórnarskrármálið og sparar ekki stóru lýsingarorðin, en greint var frá því í gær að í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem haldin var í Laugardalshöll um helgina, hefðu meðlimir í Stjórnarskrárfélaginu verið viðstaddir. Var fréttin á forsíðu Morgunblaðsins og mikið gert úr veru meðlimanna á fundinum og þeir sagðir hafa verið með áróður. Er nærvera þeirra sögð hafa vakið furðu, þar sem um hagsmunaaðila hafi verið að ræða.

Vitleysingaspítali

Leiðarahöfundur er stórorður um stjórnarskrármálið, sem fyrr:

„Vitleysingaspítalinn taka tvö er kominn á dagskrá. Í gær voru sagðar fréttir af því að stjórnarskrárruglið gengi nú aftur. Og allur var aðdragandinn jafn vitlaus og síðast og jafnvel voru fulltrúar ólögmæta „stjórnlagaráðsins“ hafðir í áhrifastöðum á nýju upphafsfundunum, dreifandi gömlu gögnunum sem gengu aldrei upp og hleypandi upp fundinum, sem er varla gagnrýnisvert. Það stórundarlega er að þegar þessi skrípaleikur, taka tvö, er settur í gang á ný er hann með samþykki og velvilja Sjálfstæðisflokksins! Hvernig gat það gerst?“

Þá nefnir leiðarahöfundur að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafi talið að fall bankanna ákjósanlegt tækifæri til að hleypa öllu í bál og brand, á þeirri stundu sem þjóðin hafði meiri þörf á samheldni:

„Bankaáfallið var alþjóðlegt þótt það hefði verið tilfinnanlegra um margt hér en annars staðar. Hvergi annars staðar kom upp sú hugmynd að vegna áfallsins þar þyrfti að breyta stjórnarskrá viðkomandi lands.“

Þá virðist leiðarahöfundur ekki hafa mikið álit á þeirri vinnu sem stjórnlagaráðið kom í verk á sínum tíma:

„Byrjað var á stórskrípaleik í Laugardagshöll þar sem fundarmenn sátu við 100 hringborð með „leiðbeinanda“ við hvert og hugsuðu upp stikkorð um breytingar á stjórnarskrá. Og kraftaverkið gerðist því af öllum borðum í þessu risastóra andaglasi bárust svipuð stikkorð og spekingar létu eins og tilviljanakennd tombóla af þessu tagi væri frábært upphaf á breyttri stjórnarskrá. Og nú er vitleysan farin af stað aftur. Og þar fara fyrir flokkar sem hafa sýnt að þeir telja vilja stjórnarskrárinnar ekki skipta neinu máli, frekar en að ákvarðanir æðstu funda þeirra sjálfra séu marktækar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit