fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Heimsveldið gjaldþrota

Fókus
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 09:15

Hugi Halldórsson. Mynd: Skjáskot / vb.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Heimsveldið ehf. er gjaldþrota og er skiptum lokið. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í þrotabúið rétt rúmlega 2,7 milljónir. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið 10. október síðastliðinn. Heimsveldið sá um framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni og var eigandi þess Hugi Halldórsson. Hugi er vel þekktur í íslensku þjóðlífi og rak til að mynda framleiðslufyrirtækið Stórveldið sem lagði upp laupana árið 2016 eftir öran vöxt. Hugi vakti fyrst athygli landsmanna sem Ofur-Hugi í skemmtiþáttunum 70 mínútur á Popptíví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi