fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Um 8.5 milljarðar biðu ósóttir hjá Kaupþingi – 6400 kröfuhafar áttu rétt á greiðslum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 20. október 2019 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ársreikningi Kaupþings ehf. fyrir 2018, félagi sem heldur utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka, höfðu um 6400 kröfuhafar ekki sótt þær greiðslur sem þeir áttu rétt á um síðustu áramót, samkvæmt nauðsamningi frá 2015. Kjarninn greinir frá.

Í lok janúar geymdi félagið alls um 8.5 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Þar af voru 27.2 milljónir evra í reiðufé og 29.2 milljónir punda í breytanlegum skuldabréfum á vörslureikningi, sem átti að mæta greiðslum til þeirra kröfuhafa sem ekki höfðu sótt fé sitt.

Kaupþing ehf. hefur þegar greitt út rúma 422 milljarða til skuldabréfaeigenda sinna, miðað við gengi dagsins í dag, eða um 2.621.9 milljónum punda, með reiðufé og lækkun á höfuðstól breytanlegra skuldabréfa.

Þá hafa eignir félagsins aukist á þessu ári, en Kaupþing fékk tæpa 16 milljarða á núvirði í janúar þegar sam­komu­lag náð­ist við Robert Tchengu­iz, en hann var stærsti lán­tak­andi bank­ans fyrir hrun.

Þá má nefna að starfsmenn Kaupþings ehf. eru 17 talsins og fengu þeir samtals greidda rúma 3.5 milljarða fyrir störf sín í fyrra, þó svo fækkað hefði í hópnum, en það er aukning um 900 milljónir frá árinu áður. Þar af fékk forstjórinn og stjórn félagsins 1.216 milljónir fyrir sín störf.

Sjá nánar: Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram:Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“