fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Tommi á Búllunni byrjaði í ræktinni eftir að hafa séð Bubba Morthens beran að ofan

Fókus
Föstudaginn 18. október 2019 13:30

Tommi á Búllunni. Mynd: Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Andrés Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, er nýjasti gestur Birnu Maríu í GYM á Útvarp 101. Tommi og Birna María ræða málin og fara saman í ræktina. Tommi segir frá því hvernig hann byrjaði að æfa eftir að hafa séð Bubba beran að ofan.

„Árið 1981 var rokkhátíð á Broadway sem var upp í Sambíóum upp í Mjódd. Þar komu fram allir helstu rokkarar Íslands, meðal annars kom Bubbi Morthens fram með Egóinu,“ segir Tommi.

„Í miðju kafi fór hann úr að ofan og hann þarna hamaðist, söng og lét öllum illum látum. Ég horfði á hann og mér fannst hann æðislegur. Svo kom ég heim […] Ég fór úr að ofan og horfði í spegillinn, það lá við að ég færi að gráta. Ég ákvað að það væri kominn tími til að gera eitthvað.“

Tommi ætlaði sér aldrei að búa til hamborgara. Hann segist hafa byrjaði í hamborgarabransanum eftir að hafa farið í meðferð árið 1980.

„Ég fór í áfengismeðferð árið 1980 en ég var óreglusamur og mér gekk illa að fá vinnu […] Þegar ég kom úr meðferð þá gekk mér illa að fá vinnu. Einn félagi minn spurði hvort ég væri til að hjálpa honum að opna hamborgarastað og ég sagði ókei ég get gert það því ég hafði ekkert annað að gera. Mér fannst það ekki mjög spennandi. En þegar ég fór af stað þá fattaði ég það að ég fílaði hamborgara og vissi heilmikið um þá,“ segir hann.

Það var ekki aftur snúið. Í dag rekur hann sjö staði á Íslandi og tólf staði um alla Evrópu.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“