fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Samsæriskenningasmiður þarf að borga 56 milljónir króna

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur fellt þann úrskurð að James Fetzer, einn þeirra sem neitað hafa því að fjöldamorðin í Sandy Hook-barnaskólanum áttu sér stað, þurfi að greiða föður sex ára pilts sem lést í skólanum 450 þúsund dali, jafnvirði 56 milljóna króna.

Byssumaður myrti 26, þar af fjölmörg ung börn, í skólanum í Newtown í Connecticut þann 14. desember 2012. Einn þeirra sem lést var Noah Pozner, sex ára sonur Leonard Pozner.

Fetzer þessi hélt því fram að atburðarásin í skólanum hefði verið sviðsett og skrifaði hann, ásamt Mike Palacek, bók sem bar heitið: Nobody Died at Sandy Hook. Í bókinni reyndu þeir að færa rök fyrir því að atburðarásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett af ríkisstjórn Baracks Obama til að herða byssulöggjöfina í Bandaríkjunum.

Leonard Pozner höfðaði mál í kjölfarið en í bókinni var því meðal annars haldið fram að hann hefði falsað dánarvottorð sonar síns. Pozner hefur barist hatrammlega gegn þeim sem hafa afneitað atburðarásinni í Sandy Hook og hefur hann þurft að gjalda það dýru verði. Samsæriskenningasmiðir hafa hótað honum lífláti, hann sagður vera leikari og því haldið fram að sonur hans hafi aldrei verið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði