fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
FókusKynning

Mikilvægt að þekkja einkenni ofþjálfunar

Svefnleysi, dökkt þvag, minnkuð matarlyst og kynhvöt meðal einkenna

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. júní 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil vakning hefur átt sér stað á síðustu árum um gildi hreyfingar. Þó að hreyfing sé af hinu góða borgar sig að fara varlega og ekki of hratt af stað.

Á vef Doktor.is má finna gagnlegar upplýsingar um ofþjálfun og einkenni hennar.

Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann.

Of mikið álag í langan tíma getur leitt til ofþjálfunar. Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (e. rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu.

Ofþjálfun er ekki það sama og vera þreyttur og aumur vegna æfingaálags, heldur er það alvarlegt líkamlegt og andlegt ástand sem getur haft langvarandi afleiðingar sé ekki unnið rétt úr því.

Einkenni ofþjálfunar geta birtst á marga vegu, ef þú kannast við eitt af eftirfarandi atriðum, stundar miklar og reglubundnar íþróttir, ættir þú að leita læknis.

• Líkamlegir verkir í vöðum og liðamótum, bæði staðbundið og dreifð
• Þreyta, máttleysi og orkuleysi
• Höfuðverkur
• Dökkt þvag
• Svefnleysi
• Lélegra ónæmiskerfi
• Afkastageta minnkar á æfingum
• Þunglyndi og pirringur
• Minnkuð matarlyst
• Minnkuð kynhvöt

Til að minnka eða draga úr byrjunareinkennum ofþjálfunar er mikilvægt að minnka æfingarnar og fara í léttari hreyfingu. Drekka nóg af vökva og einnig getur verið gott að fara í nudd eða aðra slökun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
28.12.2024

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika