fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Bæjarins beztu skella í lás

Staðurinn í Kringlunni lokar – Noodle Station tekur við

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pylsuunnendur ráku upp stór augu í vikunni þegar að við þeim blasti voldu krossviðarplata þar sem áður var sölugluggi Bæjarins beztu. „Við erum búin að loka þessu útibúi og það var einfaldlega vegna þess að salan olli vonbrigðum,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins beztu í samtali við DV. Hann útilokaði ekki að leiðir Bæjarins beztu og Kringlunnar myndu skarast aftur síðar. „Við munum alltaf hafa áhuga á að reka sölustað í Kringlunni og munum hafa augun opin,“ segir Baldur Ingi.

Eftir lokunina í Kringlunni reka Bæjarins beztu fimm sölustaði. Í Smáralind, Holtagörðum, Skeifunni, Breiddinni og hinn geysivinsæla söluturn á Tryggvagötu sem hefur öðlast sess sem ein helsta „ferðamannaperla“ höfuðborgarsvæðisins.

Baldur Ingi segist ánægður með gengi staðanna og segir að ekki séu fleiri breytingar í vændum. „Það standa yfir breytingar á aðstöðunni okkar í Skeifunni þar sem að Krispy Kreme-staður mun opna við hliðina á okkur. Síðan er byrjað að tala aftur um Sundabraut og þá verður staðsetningin í Holtagörðum frábær,“ segir Baldur Ingi.

Ráðgert að veitingastaðurinn Noodle Station muni hefja rekstur í rýminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“