fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Sjón skrifar um íslenska nýnasista – raunverulegar fyrirmyndir

Egill Helgason
Mánudaginn 14. október 2019 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjón sendir frá sér bók sem nefnist Korngult hár, grá augu (gæti verið bókartitill ársins). Verkið fjallar um hóp nýnasista á Íslandi í kringum 1960. Þá, einungis einum og hálfum áratug eftir stríðslok, var nokkur uppgangur nýnasisma víða í heiminum, en þó varla í þeim mæli sem við upplifum nú. Að því leyti er bók Sjóns afar tímabær. Nasisminn var aldrei kveðinn niður fyrir fullt og allt, hann er enn til meðal okkar og getur sprungið fram ef við gáum ekki að okkur.

Aðalpersóna bókarinnar nefnist Gunnar Kampan. Hann er ungur maður í Vesturbænum í Reykjavík, við fáum að kynnast honum og hann er ekkert sérstaklega óvenjuleg persóna. En hann er ákafur nasisti, skrifar greinar og stefnuskrár í anda nasismans og safnar um sig hópi ungra manna sem eru sama sinnis. Það fer ekki framhjá neinum sem hefur smáþekkingu á sögu að þarna er stuðst við raunverulega atburði.

Fyrirmyndin að Gunnari Kampan hét Bernhard Haarde. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Þjóðernissinnaflokks Íslands sem starfaði um hríð, vann í banka, en fór á engan hátt dult með skoðanir sínar. En hann andaðist ungur – líkt og aðalpersóna í bókinni eftir Sjón.

Nokkur blaðaskrif voru um íslensku nýnasistana á sínum tíma, ekki síst þegar þeir héldu hátíðlegan afmælisdag Hitlers með því að hylla nasistafána við leiði þýskra hermanna í Fossvogskirkjugarði.

Hér er svo önnur grein úr Alþýðublaðinu sem segir frá verslunum sem bjóða upp á „nazistaófögnuð“ til söliu, þetta var bæklingur sem nefndist „Hvor er sekari Ben Gurion eða Eichmann?“

Í bókinni fjallar Sjón líka um tengsl Gunnars Kampan við erlenda nasista sem eru raunverulegar persónur. Þar má nefna George Lincoln Rockwell, bandarískan nasista sem var um tíma kvæntur íslenskri konu, og svo indverskri konu, Savitri Devi Mukherji, en hugmyndafræði hennar var dulhyggja blandin nasisma, gyðingar væri boðberar hins illa en Hitler væri einhvers konar guðleg vera.

Savitri Devi dvaldist á Íslandi árin 1946-1947 og bar eyrnalokk með hakakrossmerki, líkt og kemur fram í bókinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi