fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Að mestu leyti rétt hjá Trump, en forsagan leggur Bandaríkjunum skyldur á herðar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. október 2019 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sýnir hversu Donald Trump hefur beygt Repúblíkanaflokkinn gjörsamlega undir vilja sinn ef flokksmenn samþykkja nánast möglunarlaust að bandarískir hermenn séu dregnir frá svæðum Kúrda í Norður-Sýrlandi og svo þá útlistun forsetans að innrásin í Írak 2003 hafi verið framin undir fölsku flaggi og að hún hafi verið algjört glappaskot. „Engin gjöreyðingarvopn fundust,“ tvítar Trump.

Þetta er nákvæmlega það sem andstæðingar Íraksstríðsins sögðu á sínum tíma og hafa sagt æ síðan – að innrásin í Írak hafi ekki bara verið skelfileg mistök – kannski stærsta alþjóðapólitíska glappaskot þessarar aldar – heldur hafi hún líka verið byggð á lygum og uppspuna. „Versta ákvörðun fyrr og síðar,“ segir Trump. En fyrir Repúblikana er þetta varla svo sjálfsagt, Bush, Cheney, Rumsfeld og Wolfowitz komu allir úr þeirra röðum, það var þeirra hugmynd að innrásin í Írak yrði upphafið af endursköpun Miðausturlanda – og að þeim markmiðum yrði náð með hervaldi.

Með því helltu þeir olíu á eld, hleyptu öllu í bál og brand í heimshluta þar sem ástandið var vissulega eldfimt fyrir. Borgarastríðið í Sýrlandi er afleiðing af Íraksstríðinu og það hefur líka leitt til stóraukinna áhrifa Írana – ekki síst í Írak.

Tyrkir eru þegar byrjaðir á innrás sinni á svæði Kúrda. Í hugum þeirra eru Kúrdar erkióvinurinn, ekki Isis. En þótt maður geti fallist á orð Trumps í tvítunum hér að ofan er rétt að hafa í huga hvað Colin Powell, hershöfðingi og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á tíma Írakstríðsins: „You break it, you own it.

Merkingin var að ef Bandaríkin settu allt í uppnám, hefðu þau skyldu til að laga ástandið. Það hefur þeim ekki tekist þrátt fyrir 8 trilljón dollarana sem Trump segir að hafi verið eytt í hernað Miðausturlöndum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur