fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sigríður í nágrannaerjum út af óvenjulegum gæludýrum – Segir dýrin hjálpa sér meira en þunglyndislyf

Auður Ösp
Sunnudaginn 6. október 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið að glíma við þunglyndi. Ástin og umhyggjan sem ég fæ frá þessum dýrum hjálpar mér meira en nokkurt af þeim þunglyndislyfjum sem mér hefur verið ávísað í gegnum tíðina. Og það fylgja þeim engar aukaverkanir,“ segir Sigríður Jackson, íslensk kona sem búsett er í Stow í Ohio-fylki í Bandaríkjunum ásamt þarlendum eiginmanni sínum og syni þeirra. Fjölskyldan hefur undanfarnar vikur og mánuði staðið í deilum við nágrannakonu sína og þarlend yfirvöld um að fá að hafa tvö alpakkadýr, af lamadýrsætt, sem gæludýr, þau Lorettu og Scooby.

 

„Maðurinn minn hefur unnið með lamadýrum síðan hann var í menntaskóla, og hann hefur mikla ástríðu fyrir þeim. Þegar við keyptum húsið okkar langaði hann að eignast alpakkadýr,“ segir Sigríður í samtali við DV. „Við skoðuðum öll lög og reglugerðir varðandi slíkt dýrahald og sáum ekkert sem bannaði það.“

Líkt og áður segir hefur Sigríður verið greind með þunglyndi og segir hún dýrin veita henni ómetanlegan stuðning. Þá er 12 ára sonur þeirra hjóna greindur með athyglisbrest og ofvirkni og fullyrðir Sigríður að alpakkadýrin hafi hjálpað honum mikið við að takast á við röskunina. Þá séu dýrin mun hljóðlátari en til að mynda hundar.

„Þetta byrjaði allt saman þannig að nágrannakona okkar fór að kvarta undan dýrunum við borgaryfirvöld. Aðallega vegna þess að hún sér þau fyrst og fremst sem dýr, ekki gæludýr, og hún bara kunni ekki við þau,“ segir Sigríður.

Nágrannakonan skrifaði bréf til formanns skipulagsráðs í Stow í janúar síðastliðnum þar sem fram kom að nágrannar hennar væru búnir að „breyta bakgarðinum sínum í búgarð.“

Í kjölfarið var Sigríði og eiginmanni hennar sagt af lögfræðingi borgarinnar að alpakkadýrin flokkuðust undir búfénað. Ekki væri mögulegt að gera undantekningu á þeim grundvelli að dýrin veittu andlegan stuðning.

„Lögfræðingur borgarinnar gaf okkur frest til 13. febrúar næstkomandi til að losa okkur við alpakkadýrin. Þar sem við höfum ekki fengið nein svör við símtölum eða tölvupósti þá höfum við komið dýrunum fyrir á bóndabæ. Manninum mínum var hótað kæru og sekt ef við losuðum okkur ekki við dýrin.“

Hjónin hafa reynt að ná samkomulagi við nágrannakonu sína og meðal annas boðist til að setja upp hærri girðingu í kringum garðinn eða setja niður stór tré, en þær tilraunir hafa ekki skilað árangri.

Sigríður, eiginmaður hennar Scott og sonur þeirra Magnús

Sigríður bendir á að samkvæmt skipulagslögum sé ekkert sem bannar þeim að hafa dýrin hjá sér, nema það sé í landbúnaðartilgangi. „En samkvæmt þeirri skilgreiningu þá væri alveg eins hægt að banna öllum í hverfinu að rækta grænmeti í garðinum hjá sér. Ég er nokkuð viss um að ef við tökum þennan slag þá munum við vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“