fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Opnar nýtt gallerí í Keflavík

Listakonan Tobba Óskarsdóttir lætur drauminn rætast og opnar eigið gallerí

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 26. júní 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Tobba, Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir, lét gamlan draum rætast á dögunum og opnaði sitt eigið gallerí, gallerí Garðarshólma, í tæplega aldargömlu húsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að opna mitt eigið gallerí. Nú er ég orðin 42 ára svo það var ekki seinna vænna að láta drauminn rætast,“ segir Tobba sem hefur sjálf fengist við myndlist, höggmyndagerð, skartgripagerð, húsgagnagerð og fjölmargt fleira frá unglingsaldri.

„Þetta er sérstaklega spennandi því það er nánast ekkert að gerast hérna í bænum. Búðum er frekar lokað en hitt og fólk helst ekki hérna – það eru allir að fara til Reykjavíkur. Það er ekkert gallerí í bænum og listamenn þurfa annaðhvort að fara til Reykjavíkur til að selja eða gera það heima hjá sér,“ segir hún.

Galleríið er til húsa í rétt tæplega hundrað ára gömlu húsi við Hafnargötu 18 í Reykjanesbæ sem áður hýsti húsgagnaverslunina Garðarshólma, og þaðan kemur nafn gallerísins. Tobba mun búa á efri hæð hússins og vera með vinnustofu en sýningarrýmið verður á jarðhæðinni.

Í fyrstu mun Tobba sýna eigin verk í rýminu en hún hefur einnig fundið fyrir miklum áhuga frá öðrum listamönnum um að fá að sýna í galleríinu. „Núna eftir opnunina ætla ég líka að byrja að aftur að vera með námskeið í gegnum Símennt og verð þá líklega með þau í galleríinu,“ segir Tobba en hún hefur kennt á slíkum námskeiðum um allt land undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum