fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fókus

Stefán Karl rifjar upp sjokkið: „Á þessum tímapunkti brotnaði ég alveg saman og grét“

Hugsaði ekkert um krabbamein fyrr en hann greindist – Bjó sér til ferðalag í huganum og siglir til hafnar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ertu að segja mér að þetta sé krabbamein,“ spurði Stefán Karl Stefánsson leikari þegar læknir tjáði honum að meinvörp hefðu sést á myndum sem teknar voru í fyrrahaust. Stefán, sem greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins í gallgöngum í haust, ræðir veikindi sín í opinskáu viðtali við tímarit Krafts sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Hugsaði ekki um krabbamein

Í viðtalinu segir Stefán meðal annars frá því að hann hafi ekkert hugsað um krabbamein áður en hann var skyndilega í þeim sporum að glíma sjálfur við sjúkdóminn. Faðir hans lést úr krabbameini árið 2012 og síðan greindust frænka hans og mágkona með krabbamein.

Stefán segir að fyrstu einkenni sjúkdómsins hafi verið þau að hann hafi fengið kviðverki og svitnað á næturnar. Hann grunaði að bakflæði væri um að kenna en ástandið var þó alvarlegra en svo. „Það var ekki fyrr en ég var nánast hættur að sofa á nóttunni vegna verkja, þvagið var orðið appelsínugult og hægðirnar leirhvítar á litinn sem mér fór ekki að litast á blikuna,“ segir Stefán í viðtalinu.

„Á móti mér tók Jón Baldursson, læknir, sem horfði stíft í augun á mér og ég hreinlega sá á honum að eitthvað alvarlegt var að.“

Viðurkenndi vanmátt sinn

Þegar augun í honum voru orðin gulleit hvarflaði að honum að hann væri kominn með lifrarbólgu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, rak hann í kjölfarið á bráðamóttökuna þar sem við tóku rannsóknir. „Á móti mér tók Jón Baldursson, læknir, sem horfði stíft í augun á mér og ég hreinlega sá á honum að eitthvað alvarlegt var að – enda vildi hann strax leggja mig inn,“ segir Stefán sem var þó ekki á þeim buxunum að leggjast inn á sjúkrahús. Hann rekur lítið lítið fyrirtæki, Spretta, sem ræktar grænmeti fyrir veitingastaði og þurfti Stefán að hugsa um plönturnar og vökva þær.

Daginn eftir fékk Stefán þær fréttir að meinvörp hefðu sést á myndum og fengu þau hjónin þær fréttir í kjölfarið að líklega væri um að ræða krabbamein í gallveginum. „Á þessum tíma brotnaði ég alveg saman og grét. Ég viðurkenndi vanmátt minn og fékk vægt sjokk.“

Siglir í átt til hafnar

Það var svo í byrjun október að Stefán var skorinn upp og tók aðgerðin 8 til 9 klukkustundir. Í kjölfarið tók við erfiður tími, en hann hafi þó lagt á það áherslu að vera jákvæður. „Ég tók þetta á húmornum, spjallaði við aðra sjúklinga og hjúkrunarfólk og gerði ekki síst grín að sjálfum mér,“ segir hann og bætir við að eftir á að hyggja hafi spítalavistin ekki verið leiðinleg. Eftir að heim var komið af spítalanum segist Stefán hafa gert sér grein fyrir alvarleika sjúkdómsins. Hann hafi grátið eins og barn og lagst í sjálfsvorkunn.

„Ætli það megi ekki segja að fyrst hafi sjokkið komið og svo áfallið sjálft. Þá kom Vigfús Bjarni, sjúkrahússprestur til sögunnar. Hann hjálpaði mér ótrúlega mikið. Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að setja þetta verkefni sem ég stóð frammi fyrir upp eins og ferðalag. Ég bjó mér til ferðalag í huganum þar sem ég var í stafni skips sem sigldi áfram í átt að eyju. Með mér er fullt af fólki, ættingjar og vinir. Skipið siglir í átt að eyjunni sem sést til í fjarska en ég veit ekki hvað það tekur skipið langan tíma að komast í höfn. Á þeirri siglingu er ég núna.“

Hér má lesa viðtalið við Stefán Karl í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi og Hugi fara yfir hvenær dags er best að stunda kynlíf – Þessi aldurshópur þarf að notast við Google Calendar

Simmi og Hugi fara yfir hvenær dags er best að stunda kynlíf – Þessi aldurshópur þarf að notast við Google Calendar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nanna hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir sína fyrstu barnabók

Nanna hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir sína fyrstu barnabók