fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Íslandsbanki segir líka upp fólki: Tuttugu missa vinnuna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2019 10:53

Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu starfsmönnum Íslandsbanka hefur verið sagt upp störfum og dreifast uppsagnirnar jafnt á milli deilda bankans. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, við vef Morgunblaðsins.

Alls hætta tuttugu og sex starfsmenn hjá bankanum í þessum mánuði, en sex þeirra sem hætta eru á leið á eftirlaun. Edda segir að flestir þeirra sem hætta starfi í höfuðstöðvum bankans.

„Þetta eru al­menn­ar hagræðing­araðgerðir til þess að draga úr kostnaði,“ segir Edda við Morgunblaðið og bætir við að bankinn sé alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði og hagræða.

Eins og DV greindi frá í morgun missa hundrað manns vinnuna hjá Arion banka. 80 prósent þeirra starfa í höfuðstöðvum bankans og um 20 prósent í útibúum hans. Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum mun starfsfólki bankans fækka um 12 prósent, eða um 100 manns eins og að framan greinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar