fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

James Comey sagði Donald Trump hafa reynt að ófrægja FBI með lygum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. júní 2017 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Comey fyrrum forstjóri FBI. Mynd: EPA.

James Comey, fyrrum forstjóri bandarísku alríkslögreglunnar FBI, kom fyrir þingnefnd í dag þar sem hann var spurður út í ýmislegt er varðar samskipti hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Comey sagði meðal annars að Trump hafi reynt að ófrægja FBI með lygum. Trump er ekki sáttur við framburð Comey og sagði stuðningsmönnum sínum í dag að umsátursástand ríkti um hann og stuðningsmennina og að hann muni berjast gegn þessum öflum og sigra.

Comey mætti fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar í dag og svaraði þar eiðsvarinn spurningum nefndarmanna. Comey sagðist telja að hann hafi verið rekinn úr starfi forstjóra FBI vegna rannsóknar alríkislögreglunnar á hvort starfsfólk forsetaframboðs Trump hafi átt í samstarfi við Rússa í aðdraganda kosninganna. Comey sagðist ekki vera í neinum vafa um að Rússar hafi blandað sér í kosningabaráttuna.

Þegar Comey var spurður út í þau orð Trump að FBI hafi verið illa stjórnað og að starfsfólkið hafi ekki borið traust til stjórnenda stofnunarinnar sagði hann að stjórn Trump hafi kosið að ófrægja hann og ekki síður FBI.

„Þetta voru lygar, ekkert annað en lygar.“

Comey sagðist hafa gert nákvæm minnisblöð í framhaldi af samskiptum sínum við Trum af því að hann hafi „í einlægni óttast að hann myndi ljúga um það sem fram fór á fundunum“. Hann sagðist hafa vitað að sá dagur kæmi að hann þyrfti á samtímaheimildum um samskiptin að halda því það hafi verið svo óþægilegt þegar Trump krafði hann um algjöra hollustu.

Comey sagði að Trump hafi beðið hann um að hætta rannsókn á tengslum Mike Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. Hann sagði að hann teldi að Trump hefði ekki verið að biðja hann heldur skipa honum að hætta yfirstandandi rannsókn á hendur Flynn. Hann vildi ekki svara því hvort hann teldi að þetta jafngilti því að reyna að hindra framgang réttvísinnar en sagðist hafa brugðið mikið við þessa beiðni.

Comey sagði að þegar Trump hafi birt Twitterfærslu um hugsanlega tilvist hljóðupptaka af fundum hans og Comey hafi hann fengið góðan vin sinn til að leka innihaldi minnisblaða sinna til fréttamanns. Comey sagðist vona að til væru upptökur af fundum hans og Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna