fbpx
Föstudagur 19.desember 2025

Reyndi að verða ólétt í 17 ár – Eignaðist að lokum sexbura

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 4. júní 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ajibola Taiwo frá Nígeríu reyndi í sautján ár að verða ólétt. Þann 11. maí á þessu ári gerðist svo kraftaverk. Hún eignaðist ekki eitt barn, ekki tvíbura, heldur sexbura! Hún eignaðist þrjár stúlkur og þrjá drengi í Virginíu í Bandaríkjunum. Börnin komu í heiminn með keisaraskurði og komu allt að 40 manns að fæðingunni. Cosmopolitan greinir frá.

Ajibola var komin 30 vikur og tvo daga á leið. Öll börnin fæddust agnarsmá, það minnsta var aðeins hálft kíló á þyngd. Til allrar hamingju voru þau öll í góðu ástandi samkvæmt tilkynningu VCU: „Miðað við að þau séu fyrirburar, þá eru þau í mjög góðu ástandi.“ Sama á við um móðurina sem var útskrifuð af sjúkrahúsinu viku seinna.

Nýbökuðu foreldrarnir eru duglegir að koma á sjúkrahúsið og halda börnunum upp við húðina sína, æfing sem hjálpar fyrirburum að dafna og auðveldar brjóstagjöf.

Við óskum foreldrunum innilega til hamingju og vonum að þau fái góða hvíld áður en börnin koma heim. Það verður örugglega erfitt fyrstu mánuðina að fá þau öll til að sofa á sama tíma!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala