fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Ögmundur: „Allir sem hafa snefil umfram skammtímaminni vita hvað þar er átt við“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 19:00

Ögmundur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG, skrifar um nýja skýrslu OECD um stöðu efnahagsmála hér á landi, sem sögð er sniðin að stefnu Sjálfstæðisflokksins af gagnrýnendum. Ögmundur fer stuttlega yfir sögu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, eða OECD:

„Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gerðist OECD helsta hreiður áróðursmeistara markaðsvæðingar samfélaganna. Varð einskonar hugmyndasmiðja eða verkstæði. Á íslensku hefur OECD hlotið heitið Efnahags- og framfarastofnunin. Framfarahluti þessarar nafngiftar hefur alltaf orkað tvímælis í mínum huga.

Fulltrúum þessarar stofnunar hefur jafnan verið tekið hér á landi sem boðberum mikillar þekkingar og visku þegar þeir hafa lagt leið sína hingað. Fáir virðast muna að í aðdraganda hrunsins lofuðu þeir og prísuðu – gersneyddir innsæi og dómgreind – markaðsvæðingu og einkavæðingu “innviðanna” sem þá hafði átt sér stað. Jafnframt vildi OECD láta gefa í. Sérstaklega hömruðu þeir á mikilvægi þess að eyðileggja Íbúðalánasjóð.“

Ögmundur segir skilaboðin vera meiri markaðsvæðingu:

Þessa dagana hefur verið hér á ferð Angel Gurría, sjálfur erkiengillinn, framkvæmdastjóri þessarar hönnunarskrifstofu kapítalismans. Og viti menn, hans helstu skilboð eru að nú beri “að huga að innviðunum”! Allir sem hafa snefil umfram skammtímaminni vita hvað þar er átt við.

Framkvæmdastjórinn vill með öðrum orðum meiri markaðsvæðingu og nefndi sérstaklega vegatolla og sölu á bönkunum. Eflaust er hann einnig ánægður með boðað frumvarp um áfengi í matvörubúðir og að “fagfjárfestum”, hvað sem það nú þýðir, verði veittur aðgangur að flugvallakerfi landsmanna til að hagnast á.

Yfir Leifsstöð sveima nú þegar gamma(rnir). Ekki er mér grunlaust um að Angel finni til skyldleika með þeim.“

Sjá einnig: Skýrsla OECD:Vilja fækka öryrkjum og setja þeim strangari skilyrði – Menntamál sögð í ólestri

Sjá líka: Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna:„Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að