fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fókus

Smárabíó opnar S-Max

Fullkomnasti bíósalur landsins

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag opnar Smárabíó nýjasta og fullkomnasta bíósal landsins og þó víðar væri leitað, þar sem það eru aðeins fáein kvikmyndahús í heiminum sem bjóða upp á þá tækni sem við Íslendingar fáum nú að njóta. S-Max stendur fyrir fullkomnustu sýningartækni sem völ er á, fullkomnasta hljóðkerfið og auk þess betra sætispláss. Fyrr í vikunni bauð Smárabíó í forsýningarpartí þar sem gestir fengu að sjá opnunarmynd S-Max, The Mummy, sem er nýjasta kvikmynd Tom Cruise.

Gleðigjafinn og Snapchat-drottningin Eva Ruza Miljevic og eiginmaður hennar, Sigurður Þór Þórsson.
Drottning og konungur hennar Gleðigjafinn og Snapchat-drottningin Eva Ruza Miljevic og eiginmaður hennar, Sigurður Þór Þórsson.
Hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class.
Klassahjón Hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class.
Valdís Eiríksdóttir á FM957, Rúnar Róberts á Bylgjunni og parið Bryndís Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeinsson.
Spennt fyrir S-Max Valdís Eiríksdóttir á FM957, Rúnar Róberts á Bylgjunni og parið Bryndís Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeinsson.
Hildur María Friðriksdóttir og Tómas Valgeirsson, bíógagnrýnandi og eigandi biovefurinn.is.
Bíópar Hildur María Friðriksdóttir og Tómas Valgeirsson, bíógagnrýnandi og eigandi biovefurinn.is.
Hjónin Dóróthea Svavarsdóttir, grafískur hönnuður hjá EnnEmm, og Jón Hjörtur Oddsson hjá Líf og List.
Flott hjón Hjónin Dóróthea Svavarsdóttir, grafískur hönnuður hjá EnnEmm, og Jón Hjörtur Oddsson hjá Líf og List.
Atli Viðar Þorsteinsson sá um réttu tónana fyrir sýningu.
DJ-inn Atli Viðar Þorsteinsson sá um réttu tónana fyrir sýningu.
Þessar dömur sáu um að engin væri þyrstur í bíó.
Coca Cola slekkur þorstann Þessar dömur sáu um að engin væri þyrstur í bíó.
Pétur Thor Gunnarsson og Sverrir Bergmann.
Góðir félagar Pétur Thor Gunnarsson og Sverrir Bergmann.
Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann á K100 og félagi hans Halldór Björgvin Jóhannsson fornleifafræðingur og mikill áhugamaður um hellaskoðanir.
Tveir vinir og báðir í bíó Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann á K100 og félagi hans Halldór Björgvin Jóhannsson fornleifafræðingur og mikill áhugamaður um hellaskoðanir.

Í aðalhlutverkum í The Mummy eru Tom Cruise, AnnaBelle Wallis og Sofia Boutella og leikstjóri er Alex Kurtzman. Tom Cruise þarf varla að kynna enda einn af vinsælli og þekktari leikurum heims í dag, en kappinn hefur leikið í kvikmyndum frá 1981. Þær Boutella, sem leikur prinsessuna, og Wallis, sem leikur fornleifafræðing, eru hins vegar minna þekktar í kvikmyndum. Hinn ástralski Russell Crowe leikur einnig stórt hlutverk ásamt Jake Johnson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Nick í sjónvarpsþáttunum New Girl.

Hin alsírska Boutella öðlaðist fyrst frægð sem hip hop-dansari og hefur unnið með stjörnum á borð við Rihönnu, Madonnu, Jamie King og Usher, bæði á tónleikum og í tónlistarmyndböndum. Hún lék síðast í kvikmyndunum Star Trek Beyond og The Kingsman: Secret Service. Hin breska Wallis er þekktari fyrir leik í sjónvarpsþáttum eins og The Tudors þar sem hún tók við hlutverkinu af Anítu Briem og Peaky Blinders.

The Mummy er nútímaendurgerð á Múmíu-myndunum, sem alls eru fjórtán ef allar myndir frá þeirri fyrstu árið 1932 eru taldar með. Myndin er jafnframt sú fyrsta í nýrri kvikmyndaseríu sem ber yfirheitið Dark Universe, næsta mynd verður The Bride of Frankenstein sem frumsýnd verður 2019.

Söguþráður The Mummy er í stuttu máli sá að ævagömul prinsessa er vakin í grafhvelfingu hennar djúpt í eyðimörkinni. Prinsessan er uppfull af illsku sem vaxið hefur í árþúsund og færir með sér ógn og skelfingu sem ögrar mannlegum skilningi. Atburðarásin færist síðan til Englands þar sem ýmsir óvæntir atburðir gerast.

Það er óhætt að lofa góðri skemmtun og upplifun í nýjum S-Max sal Smárabíós.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=sCdV3esMr9M?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Talað um að The Rock gæti fengið Óskarinn – Felldi tár eftir ótrúlegar viðtökur

Talað um að The Rock gæti fengið Óskarinn – Felldi tár eftir ótrúlegar viðtökur