Aðal Garðaþjónustan býður upp á heildarlausnir þegar kemur að viðhaldi garðsins og ýmsu öðru sem tengist húsalóðum, en sinnir jafnt stórum sem smáum verkefnum. Gríðarlega fjölbreytt þjónusta er í boði en í þeim sárafáu tilvikum þegar sérþekking á viðkomandi verki er ekki til staðar hefur fyrirtækið milligöngu um aðkomu annarra fagmanna. Meðal verka sem Aðal Garðaþjónustan tekur að sér eru garðsláttur, beðagrisjun, jarðvegsskipti, túnþökulögn, hekkklipping, trjáfelling, hellulögn, malbikun og smíði sólpalla og skjólveggja, svo fátt sé nefnt.
Innan fyrirtækisins eru meðal annars mjög fært smíðateymi, eitt besta járnabindingateymi á landinu og framúrskarandi fær aðili í trjábindingum.
Viðhald lóðar og framkvæmdir við húseignir tvinnast stundum saman, til dæmis þegar múrbrot veldur raski í garðinum. Eitt af fjölmörgu sem Aðal Garðaþjónustan hefur sérhæft sig í er að hreinsa til eftir slíkar aðgerðir, fjarlægja steinsteypubrot úr görðum og tyrfa upp á nýtt – skila garðinum í toppstandi.
Aðal Garðaþjónustan leggur mikla áherslu á að veita viðskiptavinum sínum alltaf framúrskarandi þjónustu enda hafa ánægðir viðskiptavinir gert fyrirtækinu kleift að vaxa og dafna. Lítil yfirbygging veldur því jafnframt að fyrirtækið getur boðið þjónustu sína á hagstæðu verði.
Fyrirtækið veitir faglega ráðgjöf vegna fyrirhugaðra framkvæmda í garðinum og gerir tilboð í verkið, til dæmis þegar kemur að smíði sólpalla og skjólveggja og hvers konar öðrum framkvæmdum.
Oft verður þjónusta sem hefst á garðslætti víðtækari. Starfsmenn fyrirtækisins benda þá á annað sem aflaga kann að fara á lóðinni þegar slegið er, til dæmis ef grisja þarf beð, eða bera á sólpallinn, og vinnur síðan slík verkefni ef fasteignaeigandinn kýs svo.
Merkilegur þáttur í þjónustu Aðal Garðaþjónustunnar er frágangur á garði fyrir veturinn. Yfir sumartímann er þar að finna ýmsa hluti sem þarf að koma í hús áður en vetur gengur í garð (!). Aðal Garðaþjónustan býður upp á að raða haganlega inn í geymslu hjá fólki en hefur líka reiðu geymslupláss fyrir þá sem á þurfa að halda. Hlutir eru þá merktir og þeim komið fyrir í geymslu fyrirtækisins. Þegar vorar er þeim skilað í besta mögulega ástandi aftur í garðinn, reiðhjól eru til dæmis smurð og lofti pumpað í dekkin, og trampólín sett upp.
Á veturna býður fyrirtækið upp á snjómokstur, stéttir eru handmokaðar og innkeyrslur ruddar með stórum bílum sem eru með snjómoksturstönn og saltkassa.
Aðal Garðaþjónustan er staðsett að Auðbrekku 4, Kópavegi. Til að panta þjónustu eða fá frekari upplýsingar er gott að hringja í síma 770-0854 eða senda fyrirspurn á netfangið adalgardathjonustan@adalgardathjonustan.is. Einnig er að finna upplýsingar og myndefni á Facebook-síðu Aðal Garðaþjónustunnar.