fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 18. september 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Damien Rice semur lag fyrir sýninguna
Leikverkið varð fyrst að skáldsögu en lýtur nú eigin lögmálum

Fimmtudaginn 19. september frumsýnir Þjóðleikhúsið í Kassanum leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsagan Ör spratt á sínum tíma af uppkasti að þessu leikriti. Leikritið byggir á sama grunni og skáldsagan en lýtur eigin lögmálum. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og Baldur Trausti Hreinsson leikur aðalhlutverkið. Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice semur lag sérstaklega fyrir sýninguna.

Leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni. Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi.

Í lífi Jónasar eru þrjár konur; Stella móðir hans sem dvelur á dvalarheimili og er gagntekin af tölfræði stríða, líffræðingurinn Vatnalilja sem er sérfræðingur í súrnun sjávar og innflytjandinn Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. En konur geta verið flóknar og margt sem þær varðar sannkölluð ráðgáta. Eða hvað á kona við þegar hún segir við karlmann að hann rekist utan í sjóndeildarhring hennar?

„Ég er að skrifa gegn myrkrinu í heiminum,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir þegar hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir skáldsöguna Ör, sem kom út árið 2016. Skáldsagan spratt á sínum tíma af uppkasti Auðar Övu að leikriti sem hún hefur nú lokið við að semja. Leikritið er sjálfstætt verk sem lýtur eigin lögmálum, þótt það byggist á sama grunni og skáldsagan.

Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice, sem hefur að hluta verið búsettur á Íslandi í fjölmörg ár, semur lag sérstaklega fyrir sýninguna. Lagið hefur hlotið nafnið Able tbc…

Að vanda verður boðið verður upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu,  sunnudagskvöldið 6. október. Einnig verður haldinn málfundur um verkið og sýninguna í málfundaröðinni „Samtal um leikhús“ í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Veröld mánudaginn 7. október kl. 17-18.

Höfundur

Auður Ava Ólafsdóttir

Tónlist

Damien Rice

Leikstjóri

Ólafur Egill Egilsson

Leikmynd og búningar

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Lýsing

Jóhann Bjarni Pálmason

Hljóðmynd

Aron Þór Arnarsson

Leikgervi

Valdís Karen Smáradóttir

Aðstoðarleikstjóri

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

 

Leikarar:

Baldur Tausti Hreinsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Birgitta Birgisdóttir, Pálmi Gestsson og Hildur Vala Baldursdóttir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum