fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fókus

Guðni forseti minnist ananas-mannsins: „Sómamaður, með skopskynið í lagi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 10. júní 2017 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæmi var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið.“

Þetta skrifar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook-síðu sinni. Í febrúar síðastliðnum komst Guðni í heimsfréttirnar eftir heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri. Guðni hafði þegið boð nemendafélags skólans og spjallaði við nemendur. Þar sagði var Guðni m.a. spurður hver afstaða hans væri að setja ananas á pizzur. Sagðist Guðni vera alfarið á móti því og bætti við að ætti að setja lög um að banna ananas á flatbökur. Vakti tilsvar forsetans athygli út fyrir landsteina og var fjallað um það víða um heim. Nú er maðurinn sem sagður er eiga heiðurinn af því að setja ananas á pizzur fallinn frá. Guðni segir um þetta allt saman:

„Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sá óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill – svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Yfirlýsingin um þau grunngildi var svohljóðandi:

„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Talað um að The Rock gæti fengið Óskarinn – Felldi tár eftir ótrúlegar viðtökur

Talað um að The Rock gæti fengið Óskarinn – Felldi tár eftir ótrúlegar viðtökur