fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Kynning

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Sunnudaginn 15. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betra Grip er öflugt fyrirtæki sem starfrækir smurþjónustu og sinnir viðgerðum og dekkjaþjónustu ásamt heildsölu.

Betra Grip er umboðs- og söluaðili fyrir Bridgestone á Íslandi, en undir Bridgestone eru dekkjaframleiðendurnir Bridgestone, Firestone, Siberling, Dayton og Bandak. Bridgestone og Firstone framleiða dekk undir allar tegundir farartækja meðan vörulína Siberling og Dayton afmarkast við algengustu fólksbíla- og vörubíladekk. Bandak sér um að sóla dekk. 

 

Frábær valkostur fyrir íslenskar aðstæður

Betra Grip hefur til sölu hin vinsælu loftbóludekk frá Bridgestone. Loftbóludekkin eru framleidd undir merkjunum Blizzak, DM-V2 og WS80. Blizzak er í raun vetrarlína frá Bridgestone og þar undir eru fjölmargar mynsturtegundir og gúmmíblöndur. DM-V2 og WS80 eru línur sem ætlaðar eru fyrir aðstæður sem svipar til aðstæðna á Íslandi. Dekkin eru góð í snjó og hálku, bæði þurri og blautri.  Mjúkt míkróskorið gúmmíið gerir það að verkum að það grípur vel í snjóinn og þurru hálkuna. Loftbóluáhrifin draga til sín raka og hjálpa mjúka gúmmíinu að ná gripi á blautum ís. Þau eru rásföst og þægileg keyrsludekk og henta einstaklega vel sem heilsársdekk þar sem hitamunur á vetri og sumri er ekki svo mikill á Íslandi.  

Blizzak loftbóludekkin skora vanalega mjög hátt í alþjóðlegum könnunum þar sem að þau eru mjúk, lágvær og endingargóð dekk fyrir erfiðustu vetraraðstæður.

 

Ráð í dekkjakaupum

Þegar kaupa skal ný dekk þarf að huga að því að þau henti þeim aðstæðum sem á að nota þau í. Dekkin eru eini snertiflöturinn við veginn og því er mikilvægt að þau séu góð. Það er til dæmis ekki sniðugt að eyða milljónum í nýjan bíl og setja hann síðan á ódýr dekk sem henta ekki íslenskum aðstæðum.

Einnig er gott að huga að umhverfisþættinum, en mikil vitundarvakning hefur orðið í þeim efnum upp á síðkastið. Svifryksmengun er að verða mikið vandamál sem er að stórum hluta nagladekkjum að kenna. Það er ekki lausn að fara yfir á rafmagnsbíl og keyra áfram á nöglum. Rafmagnsbíll á nagladekkjum veldur í raun meiri svifryksmengun en sambærilegur bíll þar sem hann er þyngri. Lausnin er því að færa sig yfir á góð vetrardekk til að minnka svifryksmengun.   

 

Starfsfólkið hjá Betra Grip veitir heiðarlega þjónustu, en það er með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Þó svo að mesta áherslan sé lögð á loftbóludekkin þá framleiðir Bridgestone mörg önnur frábær dekk sem í sumum tilvikum gætu hentað betur en loftbóludekkin. Einnig geta undirmerkin Firestone, Siberling og Dayton komið sterk inn þar sem þau eru mun ódýrari en Bridgestone. 

 

Hægt er að hafa samband við Betra Grip í síma 533-3999 eða senda fyrirspurn á betragrip@betragrip.is . Einnig er hægt að koma í Guðrúnartún 4 og fá ráðgjöf.

www.betragrip.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.06.2024

Komdu með til Verona, Ítalíu í sumar!

Komdu með til Verona, Ítalíu í sumar!
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr