fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Bára svarar gagnrýni Kristínar: „Við getum ekki bætt og breytt ef enginn talar um eða viðurkennir vandann“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 11. september 2019 10:12

Bára Tómasdóttir / Skjáskot úr kvikmyndinni Lof mér að falla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín I. Pálsdóttir, ein af talskonum Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, gagnrýndi forvarnastefnu harðlega í gær. 

Kristín gagnrýndi meðal annars að einstaklingum sem eru nýhættir í neyslu sé hleypt inn í skólastofur til að opinbera reynslusögur sínar. Hún telur slíkar forvarnartilraunir vera gagnslausar.

Kristín gagnrýnir forvarnastefnu harðlega

Bára Tómasdóttir, forstjóri þjóðarátaksins Eitt líf, svaraði gagnrýni Kristínar á Facebook síðu sinni. 

„Allt okkar starf hjá Eitt líf hvað varðar fræðslu og forvarnir er unnið eftir viðmiðum Landlæknisembættisins um forvarnir, ýmsir fræðingar frá fjölda mörgum fræðisviðum hafa einnig lagt okkur lið, má þar nefna lækna, kennara, hjúkrunarfræðinga, æskulýðsfulltrúa, náms- og starfsráðgjafa, áfengis- og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, félagsráðgjafa og fleiri. Rannsóknarvinna, rýnihópar og spurningarkannanir eru einnig eitt af þvi sem við hjá Eitt líf framkvæmdum við þróun fræðslunnar.“

Eitt af því sem Kristín gagnrýndi við Eitt líf er meint reynsla þeirra sem standa á bak við átakið. Hún sagði það vera ábyrgðarleysi að ýta undir hugmyndir fólks „sem ekki er með kennsluréttindi né sérþekkingu á forvörnum“.

Bára svarar þessu og segir frá allri þeirri reynslu sem forsvarsmenn átaksins búa yfir.

„Að sjálfsögðu höfum við hræðilega reynslu að baki að missa elsku Einar Darra okkar en við höfum líka 30 ára reynslu af vinnu með börnum og menntun sem leikskólakennari (ég). Andrea dóttir min hefur einnig mikla reynslu úr sínu námi, BA í sálfræði og er í mastersnámi i heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigði og þar af að sérhæfa sig í misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. “

Bára segir að þau hafi lagt mikinn metnað í að vinna forvarnarstarfið enda sé það mikið ábyrgðarhlutverk að tala við og fræða ungmenni. Hún bendir á það að fræðslan sem foreldrar fái sé gjörólík þeirri sem börnin fá.

„Foreldrar þurfa ítarlegri upplysingar og með þvi að uppfræða sig hafa þau visst vald, vald þekkingarinnar. Ásamt þvi að uppfræða þau þa er einblýnt á hvatningu til þeirra að efla verndandi þætti eins og samveru með fjölskyldu, foreldrasamráðs og fleira.“

Kristín gagnrýndi það að láta „lukkuriddara herja á skólabörn með sínar gagnslausu neyslusögur“ en hún segir forvarnarstarfið eiga að byggjast á öðrum hlutum. Þær forvarnir sem beinast að börnum eigi aðallega að felast í því að láta börnunum líða vel og með því að styðja þau sem höllum fæti standa.

Bára segir fræðsluna fyrir ungmenni einblýna á vernandi þætti eins og Kristín segir að forvarnirnar eigi að gera.

„Í fræðslunni fyrir ungmenni er nánast einungis einblýnt á verndandi þætti, líkt og geðheilbrigði/ tilfinningagreind, gagnrýna hugsun og fleira. Hvert orð sem rætt er um í ungmenna fræðslunni er út hugsað og hefur markmið og gildi á bakvið sig sem lútar að viðmiðum Landlæknis.“

Að lokum bendir Bára á mikilvægi samstöðunnar þegar það kemur að svona málefnum.

„Kærleikur til ykkar allra, stöndum saman.“

Blaðamaður hafði samband við Báru vegna gagnrýnarinnar. Í samtali við blaðamann sagði Bára að vitundarvakning í formi efnis eins og kvikmyndarinnar Lof mér að falla sé fyrsta skrefið í því að varpa ljósi á vandann og að viðurkenna að hann sé til staðar.

„Við getum ekki bætt og breytt ef enginn talar um eða viðurkennir vandann. Allt sem eflir umræðuna, varpar ljósi á málefnið og eykur samstöðu hlýtur að vera af hinu góða. Forvarnir og fræðsla fyrir börn og ungmenni lúta að allt öðrum lögmálum og þarf að sjálfsögðu að standast viðmið Landlæknisembættis og gagnreynda aðferða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“