fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FréttirKynning

Modibodi Ísland: Fjölnota tíðavörur

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Föstudaginn 6. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Sigrún Haraldsdóttir stofnaði fyrirtækið Modibodi Ísland árið 2017, en þar er hægt að finna umhverfisvænar tíðavörur.

Umhverfisvænar blæðingar

„Umhverfissóðaskapurinn af tíðavörum er mikill, en á hverjum degi eru um 28.000 túrtappar tíndir upp úr sjónum og sjálf veit ég fátt subbulegra en að sjá dömubindi í fjörunni,“ segir Arna, en fyrirtækið hennar Modibodi Ísland selur Modibodi túrnærbuxur og Intimina tíðabikara. Arna segir einnig að það sé ekkert mál að skipta úr einnota vörum yfir í fjölnota og umhverfisvænar vörur.

Fjölnota tíðavörur

Modibodi eru upprunalegu túrnærbuxurnar. Þær voru þróaðar af ástralskri konu sem glímdi við þvagleka í kjölfar barnsburðar og vantaði þægilega lausn við því vandamáli. Modibodi koma í alls konar sniði og flestum stærðum, eða frá 4XS upp í 5XL. Það eru tvö mismunandi stig af rakadrægni, miðlungs hentar fyrir minniháttar þvagleka og miðlungs blæðingar og svo er mikil rakadrægni sem hentar til að nota yfir nótt eða þegar blæðingar eru mjög miklar.

Modibodi nærbuxur henta við öllum leka hvort sem það er mikil útferð, blæðingar eða minniháttar þvagleki. Unglingum er almennt umhugað um náttúruna og þeir vilja því gjarnan nota fjölnota tíðavörur. „Við fáum líka fjölda foreldra stúlkna sem hafa byrjað mjög ungar á blæðingum og finnst óþægilegt eða vandræðalegt að þurfa að vesenast með dömubindi í skólanum,“ segir Arna. Þvagleki hjá konum er síðan annað algengt vandamál og margar konur þurfa að nota dömubindi eða innlegg alla daga. Það er hvorki gott fyrir líkamann né umhverfið. Þegar konur eru með dömubindi alla daga aukast líkurnar á að fá sveppasýkingu, en Modibodi túrnærbuxurnar anda vel og minnka þannig líkur á þess konar sýkingu. Auk þess má nefna að þær eru mun ódýrari kostur til lengri tíma litið.

Intimina tíðabikararnir (sem margir kalla álfabikar) eru hannaðir með ráðgjöf kvensjúkdómalækna og eru einstaklega mjúkir og þægilegir. Hjá Modibodi Ísland er hægt að fá fjórar mismunandi gerðir og tvær þeirra koma í tveimur mismunandi stærðum. Stærðirnar heita A og B og er þumalputtareglan sú að ef þú hefur fætt barn um leggöng notar þú stærð B en ef ekki þá notar þú stærð A. Hvern tíðabikar má nota í 7 ár en eftir það er mælt með að hann sé endurnýjaður.

Modibodi Ísland býður einnig upp á fræðslufundi, bæði í léttari kantinum fyrir vinkonuhópa eða gæsapartí og svo fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila eða kennara.

Auðvelt að skipta yfir í fjölnota

Það er mjög einfalt að hætta að nota einnota túrvörur og skipta yfir í túrnærbuxur eða bikar. Gott ráð er að prófa túrnærbuxur á léttum degi, til dæmis í lok tíðahrings til að finna sitt tempó. Það er algengt að konur séu að nota tvennar til þrennar buxur á sólarhring, en það fer eftir flæði og aðstæðum, til dæmis hvort þær séu að nota bikarinn samhliða eða ekki.

Vörurnar frá Modibodi er hægt að nálgast á netversluninni www.modibodi.is

Þess má líka geta að þau taka einnig þátt í alls kyns mörkuðum og viðburðum en upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu þeirra www.facebook.com/modibodiiceland

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni þeirra eða með því að senda tölvupóst á info@modibodi.is

[videopress eYoHdyzA]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum