fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Brynjar: „Veltir maður fyrir sér hver er fasistinn í sögunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 14:04

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um fólk sem hneigist til pólitískrar rétthugsunar í færslu á Facebook í dag. Brynjar, sem er þekktur fyrir töluverða kaldhæðni í skrifum sínum, nefnir þann hóp „frjálslynt fólk“ og segir það ekki telja pláss fyrir nema eina skoðun á einhverju málefni:

„Nú er svo komið hjá frjálslynda fólkinu að aðeins er leyfð ein skoðun á hverju málefni. Allir verða að vera eins og hegða sér eins. Svei þeim sem eru á öndverði skoðun um fóstureyðingar, kynrænt sjálfræði, femínisma, umhverfismálum, stefnu í innflytjendamálum svo ekki sé talað um þá sem hafa efasemdir um hlýnun af mannavöldum sem leiði til endaloka mannkyns á næstu árum. Slíkt þurfi að gera refsivert eins og fyrir þá sem afneita helförinni,“

segir Brynjar og bætir við að hið svonefnda frjálslynda fólk vilji útskúfa þá sem viðra aðrar skoðanir og sé þar með orðið að því sem þau berjist gegn:

„Þeir sem hafa aðra skoðun á þessum málum þarf að útskúfa með öllum tiltækum ráðum. Ef það er ekki hægt þarf að mótmæla þessu fólki vogi það sér að koma til landsins. Merkilegt er að þetta fólk með „röngu“ skoðunina er ekki með þessa útskúfunartilburði og mótmæli gegn þeim með aðra skoðun. Því veltir maður fyrir sér hver er fasistinn í sögunni,“

segir Brynjar og gæti verið að vísa til þeirra sem hafa mótmælt komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hingað til lands.

Þá segir Brynjar að slíkt fólk er hann lýsir, tapi kímnigáfunni í kjölfarið:

„Fólk sem leyfir engin frávik frá pólitískri rétthugsun tapar óhjákvæmilega allri kímnigáfu og skopskyni. Held að það sé hættulegra fyrir mannkynið en hlýnun jarðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“