fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Eyjan

Hafró segir skyndilokanir hafa takmarkað gildi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarútvegsráðherra hefur svarað fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, varðandi kostnað og ávinning skyndi- og svæðalokana til verndunar smáfiski undanfarin 10 ár. Þar kemur fram að á ársgrundvelli séu um 127 skyndilokanir, og auglýsingakostnaðurinn vegna þeirra sé um 20 milljónir yfir sama tímabil. Síðustu þrjú árin er meðaltalskostnaður um 1.8 milljónir.

Hafa takmarkað gildi

Slíkar lokanir eru framkvæmdar til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar og til að takmarka brottkast. Í svarinu er hinsvegar tekið fram að skyndilokarnir hafi takmarkað gildi þegar veiðihlutfallið er hóflegt, líkt og raunin sé í flestum bolfisktegundum:

„Þá kemur fram í svari Hafrannsóknastofnunar, með vísan í nýlega ritrýnda grein, að skyndilokanir séu gagnlegar til verndar smáfiski þegar veiðihlutfall er hátt, en sé veiðihlutfall hóflegt líkt og nú er í flestum bolfisktegundum hafi skyndilokanir takmarkað gildi. Hafrannsóknastofnun telur þó ekki ráðlegt að fella öll mörk niður og hverfa frá lokunum svæða ef smár fiskur veiðist. Skynsamlegt sé að hafa aðhald og stöðva veiðar á svæðum ef óhóflega er veitt af ungviði. Stofnunin hefur lagt til að breyta viðmiðunarmörkum, þ.e. rýmka þau, fyrir þorsk, ýsu og ufsa, en stofnunin telur ekki þörf á að breyta viðmiðunarmörkum í öðrum tegundum að svo stöddu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki