fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Vill gera útvarpsgjaldið sýnilegra: „Skattheimta á ekki að vera þægileg fyrir ríkið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 08:57

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritari Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir að útvarpsgjaldið, sem innheimt er í gegnum nefskatt, sé falið. Hún vill að það verði sýnilegra í heimilisbókhaldinu:

„Allir hafa val um það hvort þeir kaupa sér áskrift að þjónustu Sýnar eða Símans og jafnframt hvort þeir nýta sér, og greiða fyrir, afþreyingu erlendra fyrirtækja á borð við Netflix og Hulu. Fólk stýrir þessu aðgengi sjálft með veskinu og það má ætla að fjölmiðlar og afþreying séu liður í heimilisbókhaldi flestra. Útvarpsgjaldið er þó hvergi að finna sem útgjaldalið í heimilisbókhaldinu. Það er innheimt í gegnum nefskatt og í flestum tilvikum á sér stað nokkurs konar skuldajöfun við ríkið við birtingu álagningarseðla,“

segir Áslaug.

Útvarpsgjaldið er nú 17.500 kr. á ári og það greiða allir einstaklingar yfir 16 ára aldri auk þess sem öll fyrirtæki þurfa að greiða útvarpsgjald. Áslaug vill að innheimtan verði gegnsærri:

„Ef við gefum okkur hjón með ungling í framhaldsskóla greiðir heimilið 52.500 kr. á ári í útvarpsgjald. Við getum haft ólíkar skoðanir á því hvort ríkið eigi að reka fjölmiðil eða ekki. En það væri í það minnsta eðlilegt að gera útvarpsgjaldið gegnsærra og innheimta það með öðrum hætti. Það væri til dæmis hægt að gera með sambærilegum hætti og innheimtu bifreiðagjalda, hvort sem það væri gert einu sinni, tvisvar eða oftar á ári til að dreifa greiðslunum. Skattheimta á ekki að vera þægileg fyrir ríkið eða aðra og það er eðlilegt að hún sé með gegnsæjum hætti.“

Fíllinn í stofunni

Áslaug þylur einnig kunnuglegt stef Sjálfstæðismanna um RÚV og segir eðlilegt að umræða fari fram um stöðu fjölmiðla:

„Menntamálaráðherra hefur kynnt frumvarp og hugmyndir að breytingum á fjölmiðlaumhverfinu. Á meðan margir vilja styrkja og efla sjálfstæða fjölmiðla eru það færri sem nefna fílinn í herberginu, Ríkisútvarpið. Erfitt rekstrarumhverfi annarra fjölmiðla orsakast að hluta vegna erfiðrar samkeppnisstöðu við fyrirtæki í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið fær um fjóra milljarða króna á ári í útvarpsgjald frá skattgreiðendum og rúma tvo milljarða í auglýsingatekjur. Forskotið er mikið á markaði þar sem frjálsir fjölmiðlar keppa að stórum hluta til um sömu auglýsingatekjurnar við ríkisfjölmiðilinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn